Fullveldið er aldrei ókeypis

Fullveldi er að hafa forræði eigin mála. Án forræðis yfir sjálfum sér er hvorki einstaklingurinn né þjóðin í stakk búin að leysa úr eigin málum.

Evrópusambandið var stofnað til að þrjár stórþjóðir Evrópu og smáríki á landamærum þeirra, kölluð BENELuX, deildu með sér fullveldinu. Stofnun sambandsins var örþrifaráð. Tvær heimsstyrjaldir, að mestu á ábyrgð Frakka og Þjóðverja, voru ástæðan.

Þegar frá leið tók sambandið, sem upphaflega hét Kola- og stálbandalagið, að stækka og lifa sjálfstæðu lífi. Hægt en örugglega sankaði ESB að sér valdheimildum sem áður voru innanríkismál aðildarríkjanna.

Um tíma virtist sem ESB væri söguleg nauðsyn og yrði Stór-Evrópa, sem bæði Napóleon og Hitler dreymdi um. Bretar, stærsta eyþjóðin við strendur Meginlands-Evrópu, sögðu nei takk, nú er nóg komið, og öxluðu sín skinn með Brexit fyrir fimm árum.

Eftir stóð hnípið bandalag í vanda. Til að endurræsa hugmyndina um Stór-Evrópu lagði miðstjórnarvaldið í Brussel aukna áherslu á samræmt göngulag þeirra þjóða sem enn undu hag sínum í sambandinu. Víðtæk inngrip Brussel í innanríkislöggjöf aðildarríka leiddi til deilna við Pólland og Ungverjaland, sem ekki sér fyrir endann á.

Valdsækin öfl láta sér ekki segjast fyrr en í fulla hnefana. Snorri Sturluson vissi hvað hann söng á 13. öld og varaði við ásælni Noregskonungs:

En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu því er þeir hafa haft síðan er land þetta byggðist þá mun sá til vera að ljá konungi einskis fangstaðar á, hvorki um landaeign hér né um það að gjalda héðan ákveðnar skuldir þær er til lýðskyldu megi metast.

Snorri var drepinn af útsendurum Noregskonungs og Gamli sáttmáli tók gildi tveim áratugum síðar. 700 ár liðu áður en Ísland varð fullvalda á ný.

  

 


mbl.is Pólland er og verður fullvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

 „Við Pól­verj­ar erum mikl­ir Evr­ópu­bú­ar og stuðning­ur við Evr­ópu­sam­bandsaðild er nán­ast hvergi jafn­mik­ill eða um 85%. Það er meira en í Frakklandi eða Þýskalandi. En 78% Pól­verja eru jafn­framt þeirr­ar skoðunar að stjórn­ar­skrá Pól­lands sé æðri Evr­ópu­rétti.

Pól­land hef­ur notið góðs af Evr­ópu­sam­band­inu á ótal sviðum. Það hef­ur gert okk­ur kleift að ná örum efna­hags­fram­förum eft­ir að landið öðlaðist frelsi á ný eft­ir 1989 [þegar kalda stríðinu lauk], opnað ná­granna­rík­in fyr­ir okk­ur og opnað Pól­land – 40 millj­óna manna markað – fyr­ir fyr­ir­tækj­um frá öðrum Evr­ópu­sam­bands­ríkj­um. Og ekki aðeins frá Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) held­ur einnig öðrum ríkj­um eins og Íslandi, því Íslend­ing­ar eiga t.d. fisk­vinnslu í Póllandi.

Það hef­ur fært okk­ur frjálsa för fjár­magns, vöru, þjón­ustu og fólks. Fyr­ir 1989 sögðum við að Pól­verj­ar sem komust vest­ur yfir hefðu náð að flýja. Núna er það orðið al­vana­legt að pólskt fólk fari til annarra landa að vinna í 5-10 ár, kannski leng­ur, og snúi svo aft­ur heim.“

Pólsk­ir Íslend­ing­ar

Það kem­ur líka til Íslands.

Já, Pól­verj­ar eru lang­stærsti minni­hluta­hóp­ur á Íslandi. Og það má finna Pól­verja um allt land í alls kon­ar störf­um. Mikið í fisk­vinnslu hring­inn um landið og í sum­um fiskiðju­ver­um eru nær ein­vörðungu Pól­verj­ar að störf­um. Marg­ir hafa fest ræt­ur, börn­in þeirra eru í ís­lensk­um skól­um og tala ís­lensku, en við höf­um sums staðar skipu­lagt pólska skóla á laug­ar­dög­um til þess að kenna pólsku, pólska sögu o.s.frv.

Svo er líka gam­an að nefna hitt, að í Póllandi eru nokk­ur þúsund ungra Pól­verja sem hafa flutt þangað aft­ur með for­eldr­um sín­um, en kunna ís­lensku og sum­ir nota hana áfram sín á milli, hafa til­einkað sér ís­lenska menn­ingu og halda sam­bandi við vini á Íslandi. Margt af þessu unga fólki hef­ur svo komið aft­ur hingað til Íslands þegar það er orðið full­orðið. Það á sér þannig tvö heima­lönd og lönd­in tvö eiga að rækta með sér þetta sér­staka sam­band.“

Það er þjólðernisvitundin sem verður ekki upprætt. Það eru 27 fánar sem blakta í Evrópu Samvinna í atvinnumálum og verslun er allt annað og getur alveg þrifist án þess að ríkin verði Bandaríki Evrópu með einn fána einn her og alríkislög.Það skiluer ekki Samfylkingin né Viðreisn. En svona samband verður aldrei án hnökra vegna þjóðarstoltsins á hverjum stað.

Fólkið segir hingað en  ekki lengra.

Halldór Jónsson, 28.10.2021 kl. 08:15

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Örlítil leiðrétting: Báðar heimsstyrjaldir 20stu aldar voru alfarið á ábyrgð Breta.

Guðjón E. Hreinberg, 28.10.2021 kl. 23:15

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... tja, við vorum reyndar fullvalda til 1662. :)

Guðjón E. Hreinberg, 28.10.2021 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband