Efnaðir styðja Katrínu forsætis umfram fátæka

RÚV segir frá könnun um stuðning við að Katrín Jakobs verði áfram forsætisráðherra:

Þá er jákvæð fylgni milli tekna og stuðnings við Katrínu Jakobsdóttur. Meðal þeirra sem hafa heimilistekjur undir 550 þúsund er stuðningurinn á bilinu 46-48%, en hann er ríflega 61% hjá þeim sem hafa heimilistekjur yfir einni milljón króna.

Kannski ekki sá stuðningur sem sitjandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna gæti helst hugsað sér. En svona er þetta.

Hver er skýringin? Jú, hún er einboðin.

Þeir sem eiga meiri peninga en minni vilja sjá stöðugleika sem fylgir Katrínu - í stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn.

Þeir sem eiga minni peninga vilja sprengja allt draslið upp í háaloft í von um að sundrungin skapi þeim betri kjör. Til vara er hugsunin að sælt sé sameiginlegt skipbrot. Þeir vilja Loga eða Tobbu Kötu sem forsætis - og Gunnar Smára ef hann væri á þingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta segir aðeins að VG er flokkur menntastéttar sem vill meiri vøld. Katrín er þokkalegt andlit fyrir það. 

Ragnhildur Kolka, 12.10.2021 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband