Grunur um þingmennsku, kynferðisbrot og fleiri grunsemdir

Grunur þriggja frambjóðenda um að þeir séu í raun þingmenn er tilefni til að efast um lögmæti nýafstaðinna þingkosninga. Grunur um kynferðisbrot er tilefni til að rústa landsliði Íslands í knattspyrnu.

Grunur um loftslagsvá er tilefni til að ríkissjóður eyðir milljörðum króna út í loftið.

Þrjár konur skrifa grein í Morgunblað dagsins um að grunur sé ekki sama og staðreynd

Í samfélaginu er grunsamlega oft látið eins og grunur jafngildi staðreynd. Sérstaklega ef þeir sem ala með sér grun væla hátt og snjallt á samfjölmiðlum. Hávært fólk með lélega dómgreind gengur á lagið og ímyndar sér hluti sem ekki eru. Og kallar það grun.


mbl.is Uppkosningar ýtrasta úrræðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Hjá KSI eru grunaðir sekir þar til sekt er afsönnuð.

Richard Þorlákur Úlfarsson, 4.10.2021 kl. 08:34

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Svo langt sem ég man fer heimurinn versnandi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.10.2021 kl. 18:01

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ekki er ég sammála þér þar Heimir Lárus
Okkur tekst bara svo oft að gleyma öllu því góða sem hefur gerst og veltum okkur upp úr einstaka litlum hlutum sem fara aflaga
Ég ætla að voga mér að vitna í dæmisögu sem yfirmaður minn sagði mér eitt sinn 
"Það er ekkert mál að selja hjólastóla, en fólkið sem fær hjólastólana hefur ekkert annað að gera en finna eitthvað að þeim."

Grímur Kjartansson, 4.10.2021 kl. 19:47

4 Smámynd: Hörður Þormar

Grunur um hættu á íkveikju!

Hver gerði ekki ráðstafanir til að koma í veg fyrir hana?

Hörður Þormar, 4.10.2021 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband