Loftslag árið 2050 sama og árið 1000

Meðalhitinn árið 1000, þegar Íslendingar tóku kristni og byggðu Grænland, er 1,5 gráðum hærri en í dag. Þetta er staðfest með ískjarna úr Grænlandsjökli.

Spámenn sem Sameinuðu þjóðirnar kaupa til að sjá fyrir hamfarahlýnun giska á að hitastigið árið 2050 verði 1,5 gráðum hærra en það er í dag. Sama hitastig og var fyrir þúsund árum.

Árið 1000 var gott að búa á norðurslóðum. Jöklar voru minni, híbýli manna betri en þau urðu á litlu ísöld 1300-1900. Norrænir menn skruppu til Ameríku á vit ævintýra.

Hvert er vandamálið?


mbl.is Áhorfendur NRK æfir yfir veðurspá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þá lá þjóðbraut þver yrir Vatnajökul sem hét þá Klofajökull af því hann var í tvennu lagi með veg á milli

Halldór Jónsson, 1.10.2021 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband