Réttlátt veðurfar og ranglát eldgos

Er eldgosið í Fagradal réttlátt? Spurningin á ekki við þar sem náttúran er hvorki réttlát né ranglát. Hún einfaldlega er.

Litla eldgosið losar meira af koltvísýringi, CO2, en öll bílaumferð á Íslandi. Fyrir suma er heilmikið ranglæti að koltvísýringur fari út í andrúmsloftið. En aðeins ef kenna má manninum um útblásturinn.

Fyrir þúsund árum, þegar Íslendingar bjuggu á Grænlandi, var 1,5 gráðu hlýrra en í dag. Hvorki Eiríki rauða né Leibba syni hans datt í hug að þakka réttlátu veðurfari að hægt var að stunda kvikfjárrækt í Grænlandi og skreppa til Vínlands í sumarfrí.

Í samtímanum er trúarþörfin ríkari en fyrrum. Við trúum að maðurinn stjórni veðurfari á jörðinni og að náttúran sé í aukahlutverki. Með öðrum orðum trú á bull, ergelsi og firru.

 


mbl.is Þjóðhagsráð fundaði um réttlát umskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Í 800 þúsund ár er CO2 undir 300 ppm, í andrúmslofti.  Á síðustu 300 árum hefur  svo hækkað í 420 ppm. Á þessum 300 árum höfum við brennt kolum og olíu eins og enginn sé morgundagurinn.  Höfin eru að súrna.  Veðrið öfgakenndara.  Held að það sé ágæt regla að hlusta á vísindin.  

Tryggvi L. Skjaldarson, 3.9.2021 kl. 07:57

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Tryggvi,

Jörðin er miljónir ára gömul en þú tekur tímabil sem er minnan en ein miljón. Hvernig getur það sagt okkur hvert CO2 eigi að vera?

Höfin eru að súrna segirðu. Hversu lengi hefur sýrustig sjávar verið mælt? Hver veit hvað er rétt sýrustig?

Bábiljan um að veðrið sé öfgakenndara hefur verið afsönnuð þó ég hafi ekki tengil. Nærri væri að segja að byggt hafi verið á stöðum þar sem veður hafi meiri áhrif á byggð.

Það væri ráð að lesa sér betur til áður en hent er út "staðreyndum".

Rúnar Már Bragason, 3.9.2021 kl. 12:07

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hver sem segir að loftslagsvísindin hafi endanlega verið afgreidd og um það sé samstaða lifir í bergmálshelli. Hann er að lýsa trúarbrøgdum ekki vísindum. 

Ragnhildur Kolka, 3.9.2021 kl. 12:33

4 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Rúnar.

Jörðin er talin vera 46 þúsund milljón ára gömul eða 46.000.000.000.- og sl. 800.000 ár hefur CO2 verið í jafnvægi með öllum þeim hamförum sem náttúran býður uppá. Homo sapiens sem talinn er forfaðir okkar kom fram fyrir 350.000.- árum.  Sem er innan við helmingur þess tíma sem CO2 hafa verið undir 300 ppm. Tímabilið hefur verið okkur það hagstætt að við höfum þraukað þennan tíma.  Svo fórum við að brenna kolum og olíu og það er óumdeilt að það losar verulegt aukamagn af CO2.  Og það er líka staðreynd að magn CO2 í andrúmslofti hefur snarhækkað sl. 300 ár.    Held að það sé ágæt regla að hlusta á vísindin. 

Tryggvi L. Skjaldarson, 3.9.2021 kl. 13:20

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hafi magn co2 verið stöðugt nálægt 300ppm, síðustu 800 þúsund ár, er ljóst að það hefur lítil áhrif á loftlag jarðar, Tryggvi. Á þessun tíma hafa regnskógar náð til pólanna, yfir jörðina komið ísöld með jöklum niður mið Bandaríki og yfir stóran hluta Evrópu, hlýnað aftur svo Sahara varð grasi gróin og aftur kólnað þannig að jörðin varð einu feti frá nýrri alcöru ísöld. Þann tímapunkt, þann kaldasta á núverandi hlýskeiði, nota svokallaðir vísindamenn sem hinn heilaga sannleik um "rétt" hitastig jarðar.

Gunnar Heiðarsson, 3.9.2021 kl. 14:37

6 Smámynd: Hörður Þormar

Árið 2018 nam losun á CO2 úr kolefnaeldsneyti tæpl. 37 milljörðum tonna.

Fyrir nokkrum áratugum fannst heillegt mannslík í ítölsku Ölpunum. Líkið hafði legið í jökli í 5300 ár, nú var jökullinn horfinn.

Fyrir nokkru kom fram í fréttum að vel varðveitt hræ af ljónshvolpum hefðu fundist í freðmýrum Síberíu, höfðu þau legið þar í árþúsundir.

Hvers vegna koma þessar lífrænu leifar nú fyrst upp úr freranum, en ekki fyrir þúsund árum þegar loftslagið á að hafa verið miklu hlýrra en nú?

Eiginlega er þessum "loftslagsþversköllum" vorkunn. Þeir eru rökþrota, koma aftur og aftur með sömu klisjurnar og blanda saman afleiðingum mannlegra athafna og eldgosum sem enginn ræður við. Og klykkja svo jafnvel út með að hnýta skætingi í sænskt stúlkubarn. 

Hörður Þormar, 3.9.2021 kl. 14:44

7 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Þegar talað er um að hlusta á vísindi hvað er þá átt við? Vísindamenn eru aldrei sammála,það voru vísindamenn sem sögðu um síðustu aldamót að norðurpóllinn yrði horfinn 2018 og meirihluti fólks virtist trúa þessu og varð ofsahrætt sem það hefur ekki losnað við. Þessir vísindamenn eru hræða fólk og það er hið versta mál. Það er fjöldinn allur af vísindamönnum sem eru ekki í þessu trúarofstæki og það eru líka vísindi. Það væri ekki vitlaust að elta þessar risasummur sem fara í þetta og sjá hverjir eru að hagnast á þessum hræðsluáróðri. Ég held að fólk almennt átti sig ekki á að það er verið að minnka kaupmátt fólks.  

Kristinn Bjarnason, 3.9.2021 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband