Gosið losar meira CO2 en allir bílar á Íslandi

Í næstu viku verður eldgosið í Fagradalsfjalli 5 mánaða. Á degi hverjum losar gosið 10-11 þúsund tonn af koltvísýringi, CO2, út í andrúmsloftið, samkvæmt Jarðvísindastofnun.

Fimm mánuðir eru 150 dagar. Það þýðir að eldgosið hefur losað rúmlega 1,5 milljónir tonna af koltvísýringi, CO2.

Samkvæmt Umhverfisstofnun er árleg losun allra bíla á Íslandi 1 milljón tonna CO2, já ein milljón.

Á aðeins fimm mánuðum hefur eldgosið losað álíka mikið af koltvísýringi og öll bílaumferð á Íslandi í eitt og hálft ár. 

Gosið í Fagradalsfjalli þykir lítið. En reynt er að telja okkur trú um að fjölskyldubíllinn valdi hamfarahlýnun. Jamm.

(ps. Í þessari færslu er talað um koltvísýring, CO2. Önnur gróðurhúsalofttegund er vatnsgufa, H2O, sem hefur verið fjallað um sbr. hér. Ef útblásturinn, CO2 og H2O, er lagður saman verður litla gosið við Grindavík ábyrgt fyrir 3-4 ára losun alls bílaflota landsmanna. Fjölmiðlar keppast við að þegja þá staðreynd. Dálítið klént.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held að þessit tala um CO2 í Fgradalsfjalli sé ekki rétt ef athugað er að upp úr Kötlugíg sem er ekki að gjósa koma 28.000 tonn á sólarhring af þessari blessuðu lofttegud sem er undirstaða lífsins á jörðinni.Ég hugsa að það megi alveg  endurskoða þessar tölur og spá í útstreymið úr Heklu, Eyjafjallajökli og  Holuhrauni og aftan úr þotunni hans AlGore.

Halldór Jónsson, 12.8.2021 kl. 07:48

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Heyrðu, það er bannað að ræða raunvísindi, annars kemur Covidúlfurinn og setur þig í Gúlagið.

Guðjón E. Hreinberg, 12.8.2021 kl. 11:10

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Èg hef alltaf verið rosalega forvitinn um það hvernig menn reikna svona nákvæmlega út heildarútblástur bíla og annarra þátta. Við fáum aldrei að vita nákvæmlega hvernig menn reikna þetta og hverjar breyturnar eru.

Oft heyrir maður að þetta sé "ætlað" mat. Hvað þýðir það? Eru þetta bara tölur sem menn slá fram án þess að alvarleg rannsókn fari fram. Öll loftslags"vísindin" virðast byggð á svona kviksyndi.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.8.2021 kl. 11:53

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jarðarbúar eru 20 þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. Ef Íslendingar telja það rökstyðja þá kröfu okkar að þessi mannfæð réttlæti að við séum stikkfrí í þeim málum, sem það hentar okkur, geta aðrir jarðarbúar skipt sér niður í 20 þúsund jafnstóra hópa, svo sem einstök hverfi í þúsundum borga jarðarinnar sem allir ættu kröfu á að vera stikkfrí.  

Ómar Ragnarsson, 12.8.2021 kl. 13:28

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Páll,

þetta breytir því ekki að mannkyn losar MARGFALT meira af CO2 heldur en eldfjöll, eða svona u.þb. 100x meira. Mannkynið er aðeins þrjá sólarhringa að losa jafn mikið af gróðurhúsalofttegundum og öll eldfjöll Jarðar gera á heilu ári

Nánar um þetta hér:

https://kjarninn.is/skodun/eldgos-og-co2/ 

Skeggi Skaftason, 12.8.2021 kl. 13:45

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Maðurinn er skapaður í Guðs mynd og ætti þvi að geta stjórnað veðri og hitastigi á Jörðinni. Hann þarf bara að æfa sig meira. 

Júlíus Valsson, 12.8.2021 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband