Ótti, óvinir og andstyggð

Í kalda stríðinu óttuðust vesturlönd Sovétríkin sem eftir seinna stríð stóðu fyrir valkosti við borgaralegt lýðræði og kapítalisma. Sovétríkin voru óvinurinn sem vestrænum almenningi var kennt að hafa andstyggð á. Á vesturlöndum voru sumir veikir fyrir kenningu Marx eftir óbragðið af fasisma. Borgaraleg stjórnmál fundu málamiðlun, blandað hagkerfi, og buðu lífskjör og mannréttindi sem kommúnisminn gat ekki keppt við. 

Um það leyti sem Sovétríkin kiknuðu undan kommúnisma verður til nýr ótti á vesturlöndum. Óttinn við heimshlýnun af mannavöldum var, merkilegt nokk, keyrður áfram af mönnum eins og Al Gore, sem töldu sig skilja og hafa lausn á kjarnorkuvopnaógninni.

Án ógnar og sameiginlegs óvinar var erfitt að halda vestrænu hjörðinni í einum flokki. Einhverjir reyndu að blása lífi í gamlar glæður, gerðu Rússland undir Pútín að aðalóvini vesturlanda. Sú samsæriskenning náði hámarki 2016 þegar Pútin var sagður hafa tryggt Trump sigur í bandarísku forsetakosningunum. 

En óttinn við heimshlýnun af mannavöldum er til muna áhrifaríkari en Rússagrýlan. Rússland er með hagkerfi á stærð við Kanada og stundar ekki útflutning á hugmyndafræði líkt og Sovétríkin sálugu.

Afleiðingin af ótta við loftslagsbreytingar af mannavöldum er að andstyggðin beinist að þeim sem ábyrgir eru fyrir meintum ósköpum. Samhliða hugmyndafræðinni um manngert loftslag vex andstyggð vesturlandabúa á sjálfum sér. Sjálfshatrið birtist í ýmsum myndum en líklega hvað gleggst í fræðilegri kynþáttahyggju.

Háskólar eru uppspretta samsæriskenningarinnar um manngert veðurfar og fræðilegrar kynþáttahyggju. Hnignun háskóla er komin á dagskrá sjálfstætt hugsandi fræðimanna.

Háskólar verða fyrst til á miðöldum og eru eitt merkilegasta framlag Evrópu til heimsmenningarinnar. En þeir þrífast ekki í andrúmslofti ótta, óvina og andstyggðar. Í slíku andrúmslofti verða til gervivísindi, kommúnísk erfðafræði á tímum Stalíns og heimshlýnun af mannavöldum í tíð Joe Biden. 

Í veröld ótta, óvina og andstyggðar eru það nöfn eins og Trofim Lysenko og Gréta Thunberg sem slá í gegn. 


mbl.is Jafn áríðandi að ræða loftslagsmál og kjarnorkuvopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband