Framsóknarsagan 2021

Það er saga til næsta bæjar að Framsóknarflokkurinn er orðinn næst stærstur íslenskra stjórnmála. Án nokkurs hávaða. Kannski er það einmitt lykillinn.

Almenningur er sáttur við að kófið reyndist okkur ekki jafn dýrkeypt og margir óttuðust. Eftirspurn er eftir hægfara, að ekki sé sagt íhaldssömum, stjórnmálum án öfga. Þríeykið var framsóknarlegt í nálgun sinni. Jafnvel mistökin, t.d. þegar Víðir bauð landsbyggðarfólki að gista hjá þér og smitaðist, voru framsóknarleg.

Kófið og farsælar sóttvarnir skýrir þó aðeins hluta meðbyrs Framsóknar. Pólitísk óreiða eftir hrun, regluleg upphlaup og stjórnarkreppur 2016 og 2017 voru ekki kjöraðstæður fyrir mjúkan miðjuflokk.

Löngum var Framsókn helsti skotspónn Samfylkingar, Alþýðuflokks þar á undan. Kratar, líka viðreisnarkratar, sjá í Framsókn stöðnun og afturhald og útmála sjálfa sig frjálslynda alþjóðasinna. En frjálslynd alþjóðahyggja á ekki upp á pallborðið 2021. Ekki á Fróni fremur en í útlöndum. Nú hyggur hver að sínu, kemur reiðu á eigin hús og lætur heimsfrelsun lönd og leið. Ekki er eftirspurn eftir heimsborgara heldur íslenskri kjötsúpu.

Almenningur æskir rólegra svipmóts landsstjórnar og lítur til Framsóknar sem stjórnmálaafls er síst ruggar bátnum. Sæmilegur skriður er á þjóðarskútunni eftir brælu og brotsjói síðustu ára. Framsókn Sigurðar Inga er íslensk kjölfesta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Samkvæmt SÁLFRÆÐINNI að þá táknar grænni liturinn

SAMRÆMI,JAFNVÆGI OG LITURINN ENDURNÝJAR ANDLEGA ORKU.

https://hugarfrelsi.is/merking-lita/?fbclid=IwAR1QosbfXjUm2BsVjRcHnuKKky78ZXPuOTDz4j4MOEoVHxMTKas6Q_7v_Fk

--------------------------------------------------------------------------

Mér líst ekki á að framsókn ætli að blása til sóknar

með lögunum um kynræna sjálfræðið:

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2019080.html

Jón Þórhallsson, 8.7.2021 kl. 09:18

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Er ekki flest betra en Samfylking og Viðreisn?

Halldór Jónsson, 8.7.2021 kl. 10:56

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvar skilur á milli  Samfylkingar  og Viðreisnar?

Eru þetta báðir esb og gaypride-flokkar?

Jón Þórhallsson, 8.7.2021 kl. 11:05

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ef til vill hefur handsal Sigurðar Inga og Dags um vilja til að byggja Sundabraut höfðað til kjósenda?
Persónulega tel ég ekki að mér muni endast æfin til að keyra þessa Sundabraut en það er náttúrlega möguleiki á að maður verði farþegi í rútu sem keyrir gamalmennin á elliheimili upp á Akranes líkt og gert í dag með konur sem eru að fara fæða. Þannig mætti jú loka hringnum og fólk endi þar sem það byrjaði.

Grímur Kjartansson, 8.7.2021 kl. 16:25

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Giska að Frammarar grípi gamla skotspóninn á lofti og sendi Samfylkingunni til baka; "Mafia er hún og mafía skal hún heita"

Helga Kristjánsdóttir, 8.7.2021 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband