Tvær hliðar á frelsi - til og frá

Maður er frjáls til athafna s.s. að velja sér maka, búsetu, atvinnu og svo framvegis. Við kjósum líka frelsi frá fátækt, sjúkdómum, eymd og volæði.

Þessum tveim hliðum á frelsi er oft slegið saman og látið eins og þær séu einn og sami hluturinn.

Athafnafrelsi gerir ráð fyrir að að vera heill á sál og líkama og í færum að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Frelsisskerðing á athöfnum fólks, t.d. þvingað hjónaband, átthagafjötrar eða atvinnubann, er þegar aðrir grípa inn í líf manns, fjölskylda eða stjórnvöld, og banna eða þvinga - skerða frelsið.

Ef maður aftur glímir við vanheilsu eða fátækt leggjast sjálfkrafa hömlur á frelsið án afskipta annarra. Sá sem er bundinn við hjólastól er ekki frjáls að ganga á fjöll, eða yfir höfuð að ganga. Fátæklingur velur sér ekki búsetu eða atvinnu ef enga er að hafa. Frelsi frá lífsleiða hefur eitthvað með það að gera hvernig tekið er á þeim vanda að vera til.

Söngkona ástsæla, Breitney Spears, fær vonandi frelsið sitt og gengur heil til skógar á vit hamingjunnar.  


mbl.is Systir Britney rýfur þögnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband