Lög á fjölmiðla, Katrín

Óvandaðir fjölmiðlar stunda eineltisfréttamennsku með samsæriskenningum spillingu hér og þar án heimilda fyrir ásökunum. Hagsmunahópurinn á Efstaleiti gengur jafnvel enn lengra og gerir samkomulag við aðra ríkisstofnun um að knésetja fyrirtæki. Þegar siðareglur eru sannanlega brotnar hefur það engar afleiðingar, eins og nýlegur siðadómur RÚV staðfestir.

Nú þegar allir fjölmiðlar, RÚV og niður úr, eru komnir á opinbera framfærslu hlýtur að koma til skoðunar að setja lög um starfshætti fjölmiðla og tryggja lágmarksgæði og koma í veg fyrir misbeitingu fjölmiðlavalds. 

Ekki satt, Katrín forsætis?


mbl.is Tímabært að endurskoða fjölmiðlalögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég held þú sért galinn. Að ríkisstjórnin eigi að setja reglur um starfshætti fjölmiðla. Ég held það sé nóg að ríkið hafi hemil á rikisstofnuninni RUV og skapi öðrum aðstöðu til að þrífast.

Lofum svo hinum að sýna hvað í þeim býr. Ef ekkert nema grútur þá svamla svínin þar. Hinir flytja fréttir. 

Ragnhildur Kolka, 25.5.2021 kl. 20:19

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Í fyrsta þætti Kveiks kom fram vitni sem var góðlegur eins og engill, að vísu var hann í jakkafötum, í ljótri skyrtu, en þó fullgildur engill í Global Witness samtökunum sem vita hvað er  mannkyninu fyrir bestu. Engin veit hvenær sannleikurinn opinberaðist vitninu um að Samherji þyrfti að sanna sakleysi sitt....

Á íslandi gerist ekkert án erlendra afskipta - nákvæmlega ekkert. Á sama hátt og Jón Arason var ekki endilega hálshöggvinn vegna þess að hann var kaþólskur eru engar líkur á að þeir sem vilja koma höggi á Samherja séu sjálfstæðir skoðana sinna. Það væri þá í fyrsta sinn í þúsund ár. Til að koma hreyfingu á nýja "siði" þurfa erindrekarnir að hafa ofan í sig og á. Úr hvaða lófa éta þeir?

Benedikt Halldórsson, 25.5.2021 kl. 20:25

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæti höfundur.

Nú má sjá nýyrðin streyma frá samherjum sem kunna lítið að meta nýjustu fréttir.

Gott væri að fá útskýrt frá blaðamanninum f.v hvað "eineltisfréttamennska" sé ?

Áður en blaðamaðurinn f.v dýfir í blekið, þá er vert að kanna hvort þessi greinarstúfur sem blaðamaðurinn f.v og höfundur kom að hér um árið : https://timarit.is/page/3638352?iabr=on#page/n7/mode/2up, uppfylli að tilheyra nýyrðinu.

Myndi höfundur kalla þetta "eineltisfréttamennsku" um Sjálfsstæðisflokkinn og helstu spillingarafrek hans þá .....ja og nú ef útí það er farið ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 25.5.2021 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband