Helst í fréttum: hraunað yfir einn, annar settur í hakkavél

Hvers vegna er það frétt þegar einn atyrðir annan? Er það að eyru fýsi illt að heyra? Skemmtigildi?

Sérhver einstaklingur getur stofnað reikning á félagsmiðli og látið vaða á súðum. En þeir sem kalla sig fjölmiðla þurfa ekki endilega að taka þátt í ósómanum.

Má ekki lyfta umræðunni á örlítið hærra plan? spurði Nóbelsskáldið forðum.


mbl.is Hannes næstur í hakkavél Bassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það yrði frétt til næsta bæjar ef höfundur myndi "lyfta umræðunni á hærra plan".

Höfundur er auðvitað ekki á þeim buxunum, hann tætir í sig þá sem höfundi er ekki að skapi. Fréttamenn RÚV, þingmenn stjórnarandstöðunnar,forkólfa verkalýðsfélaga, þá sem ekki tilheyra klára fólkinu og marga aðra til.

Fallegt samt að sjá höfund koma hér prófessor einum sem hefur líklega eins og höfundur þegið laun sín einvörðungu af okkur sem greiðum tekjuskatt (augljóslega ekki þá hína sem höfundi og prófessornum er vel við, sem vilja enga skatta greiða og geyma sitt silfur fjarri Mörlandinu), til varna.

Skemmtanagildismat höfundur er augljóslega ofmetið af honum sjálfum.

En við hin búum okkur við enn fleiri hakkavélar hjá höfundi, án frekari rökstuðnings á næstunni.

Á meðan mætir kórinn hjá höfundi og klappar í takt.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.3.2021 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband