Fimmtudagur, 14. janúar 2021
Fylgni og orsök er sitthvað
Fylgni milli tveggja breytna, t.d. bólusetningar og dauðsfalla, þýðir ekki að orsakasamhengi sé þar á milli. Meint orsök þarf að valda meintum afleiðingunum til að um orsakasamband sé að ræða.
Ís selst betur á góðviðrisdögum en í rigningu. Það þýðir ekki að aukin íssala valdi góðviðri (en sólskin er aftur orsakaþáttur íssölu).
Svo við gerumst heimspekileg: líf orsakar dauða í þeim skilningi að enginn deyr án lífs. Náum við háum aldri endum við líklega á hjúkrunarheimili. Þar deyjum við, - með eða án bólusetningar.
Sjö andlát tilkynnt í kjölfar bólusetningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já flestir skilja þetta en til hvers að tilkynna þessi andlát til Lyfjastofnunnar sem hugsanlegar aukaverkanir?
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 14.1.2021 kl. 16:20
Andlátin eru tilkynnt vegna þess að það er grunur um að orsakatengsl séu til staðar. Í Noregi hafa þegar verið tilkynnt 23 dauðsföll í kjölfar bólusetningar. Í 13 tilfellum er talið að bólusetningin hafi átt þátt í þeim, en 10 tilfelli á enn eftir að komast að niðurstöðu um. https://www.vg.no/nyheter/innenriks/i/dlvXGz/har-undersoekt-13-doedsfall-vanlige-bivirkninger-kan-ha-bidratt-til-doedsfall-hos-de-svakeste?fbclid=IwAR0IlaJagYO-WmdPKk8wMi0qWPJlLkNn0QwB69jZHtQSysbWvwEUf6Q6xzU
Þorsteinn Siglaugsson, 14.1.2021 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.