Fimmtudagur, 14. janúar 2021
Trump, frelsari frjálslyndra vinstrimanna
Stærsta hlutver Trump er að fylkja saman góða fólkinu, frjálslyndum vinstrimönnum. Lykilsetningin er ,,ég er á móti Trump og því er ég góður" - alveg sama þótt hornsteinn mannréttinda, tjáningarfrelsið, molist mélinu smærra.
Af Trump er það að segja að í grunninn er hann frjálslyndur, þótt ekki sé hann vinstrimaður. Í forsetatíð sinni reyndi hann að skafa af verstu agnúa æðibunugangsins, s.s. tilgangslaus hernaðarævintýri í fjarlægum löndum, fátæktargildru alþjóðavæðingar, hreinni heimsku um að líffræðilegu kynin séu ekki tvö heldur þrjú, fimm eða seytján og annarri álíka um að veðurfar jarðarinnar sé manngert.
Embættistíð Trump lýkur eftir viku og þar með samstöðu frjálslyndra vinstrimanna. Þegar góða fólkið fær völdin verður fjandinn laus enda frelsarinn horfinn á braut.
Verður Trump píslarvottur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Andúð vinstrimanna á Trump hefur sameinað þau sundurlyndu öfl. Þegar þeir hafa ekki Trump til að agnúast útí þá mun sundurlyndi þeirra opinberast svo um munar og hver höndin vera uppámóti annarri.
Tómas Ibsen Halldórsson, 14.1.2021 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.