Með Brexit hrynur EES

Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, kippir stoðunum undan EES-samningnum sem bindur Ísland og Noreg við regluverk sambandsins. Upphaflega var EES ætlaður fyrir ríki á leið inn í ESB. Þess vegna kom aldrei til greina fyrir Breta að gangast undir samninginn eftir Brexit. Það væri eins og að ganga teinréttur út um aðaldyrnar til að skríða á fjórum fótum inn um bakdyr sambandsins.

Brexit boðar stórpólitísk umskipti á okkar heimssvæði, Norður-Atlantshafi. Bretar munu gera sér far um að styrkja stöðu sína.  Eina útibú ESB í þessum heimshluta er Írland sem mun leggja allt kapp á að halda Bretum góðum.

Bretland er Íslendingum mikilvægara í sögulegu og menningarlegu tilliti en Þýskaland og Frakkland, fyrir utan að vera okkar helsta viðskiptaland í Evrópu.

Allt ber að sama brunni. Forgangur utanríkismála okkar næstu ár er þríþættur. Í fyrsta lagi samskiptin við Bandaríkin, í öðru lagi við Bretland og í þriðja lagi að koma okkur undan EES-samningnum.


mbl.is Bretar formlega gengnir úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Íslendingar hafa átt mjög gott viðskiptasamband við Rússland gegnum tíðina og það er löngu kominn tími til að sýna sjálfstæði og vinda ofan af þessu fáranlegu viðskiptahindrinum sem Gunnar Bragi kom okkur í með góðglöðum yfirlýsingum úti í Brussel

Viðskiptahindranir sem einungis hafa áhrif á Íslandi því hin löndin bættu öll við neðanmálsgrein sem innihélt undanþágu fyrir þeirra viðskipti við Rússland 

Grímur Kjartansson, 2.1.2021 kl. 11:03

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

E-ð hefur höfundur, í miðri Þórðagleði, gleymt sér í fagnðarlátunum.

Auðvitað hefur Brexit gert EES enn sterkara og gert grundvöll þeirra sem vilja og þrá að hafa góð og bein samskipti við aðra siðaðrar þjóðir á Eurosiuplötunni.

Auðvitað er Brexit ekki lengur Brexit heldura svona meira E(ng)xit.

N-Írland mun halda áfram sem hluti af EU, landamæri EU að Englandi verða þá við sundið en ekki á landamærum N-Írlands og Írlands.

Gíbraltar mun svo halda sinni stöðu óbreyttri gagnvart EU og geta þá nýtt sér EES með samneyti við Spán og aðrar þjóðir. (Gott að minna höfund á að á Gíbraltar sem enn er Bresk nýlenda, var með hæsta hlutfall innan Bretlands þar sem útgöngunni var andmælt eða 96% ).

Skotland hefur lýst því yfir, þá 1. ráðherra Skota, að útganga út ríkjasambandi Bretlands sé næst á dagskrá og endurinnganga í EU sé það næsta sem sé á dagskrá þar.

Þar sem höfundur og aðrir gestir hans sem styja sjálfsstæðisbaráttur hvers þess sem þess óskar, þá væntanlega styður höfundur þá baráttu og ávinning þeirrar baráttu.

Á meðan lifir EES góðu lífi.

Höfundur kann að engjast um á meðan Evrópusamstarfið styrkist.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 2.1.2021 kl. 11:51

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

EES samningurinn var aldrei "ætlaður fyrir ríki á leið inn í ESB".

Hann var ætlaður fyrir EFTA ríki sem vildu ekki inn í ESB.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.1.2021 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband