Ástandiđ, siđagildi og sökudólgar

Ástandiđ, međ ákveđnum greini, var haft um siđakreppu Íslendinga fyrir 80 árum ţegar flćddu inn í landiđ útlendir hermenn á giftingaraldri. Ástandiđ er einnig fyrirsögn í viđtali Kjarnans viđ Vilhjálm Árnason siđfrćđing um Kínaveiruna og farsóttarvarnir.

Hernámiđ og Kínaveiran eru hvort tveggja innrás í samfélag okkar. Annađ vandrćđaástand, hruniđ, var ađ stórum hluta heimatilbúinn vandi. Leit ađ siđagildum var ekki efst á dagskrá eftirhrunsáranna. Sökudólgar voru aftur eltir uppi af réttvísinni og almenningsálitinu.

Kínaveiran er ađ ţví leytinu góđkynja ađ hún krefur okkur svara um ábyrgđ, bćđi sem einstaklinga og samfélags. Einstaklingurinn ber alla ábyrgđ á sjálfum sér en hann er samábyrgur öđrum í samfélagsmálum.

Ţegar kurlin eru öll komin til grafar er líklegt ađ allur meginţorri Íslendinga sé sammála um kjarnagildi samfélagsins. Viđ viljum búa ţannig um hnútana ađ allir eigi jöfn tćkifćri til ađ gera ţađ úr lífi sínu sem hugurinn stendur til. Í öđru lagi ađ ţeir sem verđa fyrir tjóni, t.d. fatlađir, atvinnulausir og alvarlega veikir, ţurfi ekki ađ lepja dauđann úr skel heldur fái opinbera ađstođ.

Útfćrsluna á ţessum megingildum rćđum viđ dag inn og dag út og köllum pólitík. Kínaveiran og varnir gegn henni koma ţvert á hefđbundna pólitíska umrćđu og riđlar víglínum. Ţeir sem í venjulegu árferđi eru opingáttarsinnar í samskiptum viđ útlönd krefjast einangrunar. Sumir andstćđingar náinnar alţjóđsamvinnu verđa aftur talsmenn opins samfélags andspćnis lokunum.

Einstaklingsfrelsi og samfélagsleg ábyrgđ eru, og hljóta ađ vera, höfuđandstćđur í farsóttarvörnum. Ef koma á böndum á farsótt gengur ekki viđkvćđiđ ,,ég má gera ţađ sem ég vil." Á móti vaknar spurningin hve ríkisvaldiđ má ganga langt í ađ skerđa einstaklingsfrelsiđ í nafni almannaheilla.

Á heildina litiđ hefur okkur tekist furđu vel ađ feta einstigiđ í umrćđunni um sóttvarnir. Viđ misstum okkur ekki í öfgar, líkt og í ástandinu í seinna stríđi og í uppgjörinu viđ hruniđ.

Í upphafi ađventu á farsóttarári ţekkjum viđ okkur í sporum Benedikts í sögu Gunnars Gunnarssonar. Viđ erum á lítt kunnum slóđum ađ leita siđagilda. Benedikt ferđađist örćfin á höttunum eftir eftirlegukindum. Ţađ er leitin sem skiptir máli.


mbl.is „Alvarlegar blikur á lofti“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband