Samfó gefst upp á uppboðsleiðinni

Samfylkingin var löngum grjóthörð á uppboðsleiðinni, bæði í prófkjörum og fiskveiðistjórnun. Efstu sæti framboðslista voru boðin upp í prófkjörum og allur kvóti skyldi lúta hörðum markaðslögmálum, fara til þess er hæst byði.

Samfylking höfuðborgarinnar hverfur frá frjálsræðinu í vali á frambjóðendum og hyggst nota innherjaval á þeim er fá sæti á framboðslistum.

Uppgjöfin á markaðslögmáli framboðs og eftirspurnar er vitanlega klædd í spariföt og kölluð ,,sænsk leið" við val á frambjóðendum.

Lengi reyndi Samfylking, Alþýðuflokkur þar á undan, að vera vasaútgáfa af Sjálfstæðisflokknum. Í einkavæðingu var Samfylkingin t.a.m. kaþólskari en páfinn og setja allt á sölu sem hægt væri að selja, hvort heldur íslenskur ríkisborgararéttur eða óveiddur fiskur í sjó.

Viðreisn er aftur orðin traust í sessi sem hallærisútgáfa móðurflokksins og Samfylking verður að leita á ný mið. Hvort fiskist þar verður tíminn að leiða í ljós.


mbl.is Samfylkingin velur sænsku leiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband