Biden velur vanþekkingu

Það er ekki hægt að vera sérfræðingur í því sem ekki er þekkt. Slík ,,sérfræðiþekking" er verri en engin. Stefnumótun á grunni vanþekkingar er öll út í bláinn og er vís með að valda stórkostlegum skaða.

Joe Biden, væntanlegur forseti Bandaríkjanna, velur John Kerry til að verða ,,lofts­lags­full­trúi" landsins og breyta veðurfari á jörðinni undir forystu Bandaríkjanna. Þegar hroki og heimska fara saman er voðinn vís.

Við skiljum ekki veðurfar jarðarinnar, segir loftslagsvísindamaðurinn John Christy. Veðurspár, sem mark er á takandi, eru aðeins til nokkurra daga. Það er ekki til nein heildstæð kenning um lögmál loftslagsins. Spálíkön um þróun hitastigs jarðar síðustu áratugi eru sannanlega röng, eins og Christy rekur í grein sinni. Enginn veit, eða hefur gefið yfirlýsingar um, hvert sé kjörhitastig jarðarinnar. Enda slíka tölu hvergi að finna í náttúrunni.

En John Kerry, Gréta Thunberg, Al Gore og aðgerðarsinnar gefa sér að veðurfar jarðkringlunnar sé manngert og vilja lækka hitastigið.

Við höfum sögulega vitneskju um veðurfar jarðar. Rómverska hlýskeiðið, miðaldahlýskeiðið og litla ísöld, frá 1300 til 1900, eru sögulegar staðreyndir. Maðurinn kom hvergi nærri loftslagsbreytingum. Náttúran var ein að verki. Hún er enn að og við skiljum ekki lögmálið að baki.

En núna, sem sagt, eigum að trúa því að mannlegur máttur geti lækkað hitastig jarðar um tvær eða þrjár gráður næstu áratugi ef við aðeins fylgjum leiðbeiningum Kerry, Thunberg og Gore.

Vegferðin endar út í mýri. Spurningin er aðeins hve tjónið verður mikið.


mbl.is „Bandaríkin snúin aftur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hokkíkylfan aftur komin á dagskrá. 

Ragnhildur Kolka, 28.11.2020 kl. 10:53

2 Smámynd: Óskar Kristinsson

Það er þingra en tárum taki að verið er alltaf að vitna í þennan krakka, grétu ¨t í sambandi við svona mikilsverð mál sem eru loftlagsmál.

Þetta er yfirgengileg HEIMSKA.

Óskar Kristinsson, 28.11.2020 kl. 19:20

3 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Íslendingar eiga að borga tugi milljarða samkvæmt Parísarsamkomulaginu og svo minnir mengunarkvótabraskið á langvinnasta svindl sögunnar. Syndaaflausnabréfa sala kaþólikka sem stóð í 450 ár.

Guðmundur Böðvarsson, 28.11.2020 kl. 21:37

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það vellur út úr aðgerðarsinnum spuni um hlýnandi veðurfar af mannavöldum. Mig grunar að einhverjir fylgjendur þeirra sem lesið hafa greinar eftir loftslagsvísindamannin John Crysty ofl renni í grun að ekki sé allt með felldu hjá Al Gore kompaníi;
sem birtist í borðleggjandi hungur þeirra í völd og vanmeta þá okkur "vitleysingana" sem sjá í gengun spálíkön þeirra,með dyggri hjálp vísindamanna eins og John Crysty.   

Helga Kristjánsdóttir, 29.11.2020 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband