Heimanám í stað skólagöngu

Aukinn áhugi er meðal foreldra að börnin stundi skólanám heima hjá sér. Kennarar vilja gjarnan vinna heima, sbr. viðtengda frétt. Í kófinu læra foreldrar, nemendur og ekki síst kennarar á fjarkennslubúnað af margvíslegu tagi.

Bein afleiðing er að stofnaðir verða fjarkennsluskólar, líklega einkaframtak þar sem ríki og sveitarfélög hreyfa sig hægt. Fyrsta tilraunin er sennilega gerð með stofnun fjarkennsluskóla á framhaldsstigi.

Stofnkostnaður er lítill, aðeins einfaldur tölvubúnaður. Eftirspurnin er fyrir hendi og þjálfað vinnuafl sömuleiðis - kennarar með reynslu af fjarkennslu.

Fjarkennsluskólinn hf. fengi nýsköpunarstyrk og pólitíska blessun, nema kannski frá Vinstri grænum og Samfylkingu. En hverjum er ekki sama um afturhaldið.

Ef maður væri 20 árum yngri stykki maður á þessa viðskiptahugmynd. Hún getur ekki klikkað.


mbl.is Kennarar fái að vinna meira utan skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er sterk hreyfing í BNA fyrir heimanámi. Bæði vegna þess hvernig kennslu hefur hrakað og ekki hvað síst til að forða börnum undan þeim áróðri sem kennarar beina að þeim.

Ragnhildur Kolka, 8.10.2020 kl. 13:51

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Þetta hlítur að vera það sem koma skal.

Kristinn Bjarnason, 8.10.2020 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband