Kristni er hefð - spyrjið Þórunni Jónsdóttur

Flestir eru skírðir ómálga til kristni af foreldrum sínum. Fyrirkomulagið er í gildi í þúsund ár, frá fyrstu og einu nafnfrægu fjöldaskírn fullorðinna hér á landi, í Öxará á Þingvöllum árið 1000.

Kennisetning frá blautu barnsbeini fylgir fólki út lífið. Þjóðkirkjan, sem á að heita vörslumaður kristni, sýnir hvorki sjálfri sér nærgætni né landsmönnum, sem komnir eru til vits og ára, virðingu með róttækri endurtúlkun á ímynd Krists.

Ekki það að kristni sé án endurtúlkunar. Á 16. öld skiptu landsmenn um útfærslu ritningarinnar, fóru úr kaþólsku yfir í lútersku, að boði Danakonungs. Umskiptin kostuðu blóðfórnir þar sem keik kaþólsk kona, Þórunn Jónsdóttir, stóð yfir höfuðsvörðum danska yfirvaldsins.

Þegar brotið er í blað hefðar þarf eitthvað að vera í húfi. Þjóðkirkja er býr til framandi útgáfu af Jesúbarninu vill eflaust vel og telur sig í takti við tíðarandann. En sá andi er um þessar mundir giska hjárænulegur. Eins og Kristsgervingar biskupsstofu.

Stundum er best að gera ekki neitt en leyfa hefðinni að lifa. Kristni á Íslandi er yfir þúsund ára. Þjóðkirkjan er ekki hálfdrættingur og er í kaupbæti danskur andskoti.

 


mbl.is Munu birta fleiri Kristsgervinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég trúi á heilagan anda; heilaga almenna kirkju og samfélag HEILAGRA.

Stendur í trúarjátningunni.

Hverjir eru í samfélagi HEILAGRA???????????????????????

Agnes biskup getur varla verið í samfélagi HEILGRA

 ef að hún er að blása til sóknar með Sódómu-ómenningunni=kynskiptingum.

Jón Þórhallsson, 11.9.2020 kl. 07:19

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Á örfáum árum hefur mútandi hótandi Mammon keisurum tekist að gera heiminn hlýðinn sér eins og hund. Þótt þeir séu sjálfir á kafi í eigin sérhagsmunum og í bullandi baráttu um tignir og völdin í heiminum, hefur þeim tekist að móta mannkynið í "umhverfismálum". Allir fjölmiðlar (þeirra) leggjast á eitt. Ætlast er til að allir trúi öllu sem frá Keisurunum kemur og hræddum undirsátunum þeirra. Engin má efast og spyrja leiðinlegra spurninga. Það getur leitt til ofsókna. Mammon keisarar vilja helst leggja þjóðríkin niður. Beitan þeirra er hlýnun jarðar af mannavöldum. 

Nú vill þjóðkirkjan veita öllum í heiminum sem það vilja aðgang að velferðarkerfinu okkar. Rökin? Engum skal vísað burt vegna þess að engin kemur að gamni sínu! Velferðarkerfið mun sökkva eins og ofhlaðið skip. Er það í lagi? 

Boðskapur allra stofnanna sem áður voru sjálfsstæðar er nú miðstýrður. Við eigum að gjalda alþjóðakeisurunum. Þeirra er viljinn hér á jörðu í öllum málum. Þeir eiga Orðið.

Benedikt Halldórsson, 11.9.2020 kl. 09:56

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Já. Kristni er hefð, ekki vindhani.

Benedikt Halldórsson, 11.9.2020 kl. 10:11

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kristur er Orðið Guðs sem var og er frá upphafi sköpunar, án Hans værum við ekki til. Hvenær hefur smíðagripur, hversu fagur sem hann kann að vera, gert gys að skapara sínum.

Það væri mun tilhlýðilegra að kalla kristna saman til að lofa og tigna Hinn lifandi Guð, vegsama Hann sem er yfir öllu og mun síðastur stíga fram á foldu sem lausnari þeirra sem á Hann vona.

Við höfum séð hversu blessuð við erum sem þjóð, þær miklu gjafir sem land okkar býr yfir og veitir okkur, það er Guðs gjöf. Fyrir mikið bænaákall hefur Drottinn gert okkur kleift að rétta úr kútnum eftir hamfarirnar 2008. Nú stöndum við frammi fyrir enn meiri vanda og hvert leitum við þá??? "...gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar syndir eins og við fyrirgefum þeim sem syndgað hefur gegn okkur...".

Okkar lausn og líf fæst fyrir trú og samfélag okkar við Jesú Krist, Hann sem var syndlaus var gerður að synd okkar vegna til að leysa okkur undan afleiðingum synda okkar.

Það er kærleikur Guðs sem kemur þessu til leiðar og það er okkar að taka við kærleika Guðs. Hann elskar okkur eins og við erum og Hann elskar okkur svo mikið að Hann vill ekki að við höldum áfram að vera eins og við erum, Hann þráir að eiga náið samfélag við okkur. Erum við tilbúin til þess eða viljum við bara fara okkar eigin leið sem liggur til glötunar???

GUÐ ELSKAR ÞIG OG ÞÚ SKIPTIR HANN MÁLI, skiptir Guð þig máli???

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.9.2020 kl. 12:07

5 Smámynd: rhansen

Fáranleiki Kirjunnar er skelfilegur ..OG SKAÐLEGUR !

rhansen, 13.9.2020 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband