Væl, ekki óreiða

Markmið sóttvarna eru skýr. Hörð skimun á Keflavíkurflugvelli, til að fanga þá sem koma með kórónuveiruna til landsins. Tiltölulega vægar sóttvarnir innanlands eiga að uppræta innanlandssmit. Einfalt og skýrt.

Tveir hópar væla. Ferðaþjónustan kvartar undan því að fá ekki óheftan innflutning á smituðum útlendingum. Ferðaþyrstir Íslendingar telja sig hafa borgaraleg réttindi til útlandaferða og að koma heim smitaðir án sóttvarna.

Sem sagt, engin óreiða en nokkurt væl.


mbl.is Segir að nú ríki „alger upplýsingaóreiða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það að fanga veiruna á landamærum er ekki skýrt markmið. Það er mögulega leið að öðru markmið. Hvert er það markmið? Það er fjarri því að vera skýrt. Er markmiðið að fletja út kúrfuna, er það að ná hjarðónæmi, er það að útiloka veiruna úr samfélaginu það sem eftir er? Skorturinn á svörum við þessari spurningu er það sem gerir að verkum að fólk efast um að stjórnvöld hafi skýrt markmið. Og ekki lái ég því það.

Það eru einvörðungu fábjánar sem ímynda sér að það sé léttvægt þegar sú atvinnugrein sem skilar 40% af gjaldeyristekjunum er drepin í dróma. Fábjánar!!

Þorsteinn Siglaugsson, 22.8.2020 kl. 21:08

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Er það ekki skýrt markmið að koma í veg fyrir að smit berist til landsins? Og er það ekki skýrt markmið að koma í veg fyrir innanlandssmit með sóttvörnum, sóttkví og einangrun?

Jú, allt eru þetta skýr markmið.

Rugludallar eins og Þorsteinn blanda óskyldum málum í umræðuna, svo sem afkomu ferðaþjónustunnar.

Þorsteinn er aftur slíkur heigull að hann þorir ekki að setja hreint út að hann vill fórna heilbrigði fyrir fjárhagslega hagsmuni. Auðvitað er slíkur maður ekki ekki fábjáni heldur eitthvað miklu verra.

Páll Vilhjálmsson, 22.8.2020 kl. 21:38

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er einfaldlega ekki raunhæft markmið að koma í veg fyrir að smit berist til landsins. Þess utan: Hvers vegna ætti það að vera hið endanlega markmið, jafnvel þótt það væri mögulegt.

Það sýnir hversu mikill fábjáni þú ert að þú skulir ímynda þér að málið snúist annars vegar um heilbrigði og hins vegar um fjárhagslega hagsmuni. Málið snýst um velferð almennings. Eða ímyndar þú þér (sem þú gerir reyndar vafalítið, eins vitlaus og þú ert) að atvinnuleysi tugþúsunda fólks hafi ekki afleiðingar fyrir velferð þessa fólks, heilbrigði þess og líf? Það er beint samhengi milli fjölda ótímabærra dauðsfalla og atvinnuleysis. Það er beint samhengi milli atvinnuleysis og heilbrigðisvandamála. Það að loka augunum fyrir þessu er ekki aðeins fábjánaháttur, heldur ósköp einfaldlega illvilji!

Málið snýst um velferð fólks í víðum skilningi þess orðs. Ekki hvort einhver veira berist til landsins eða ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.8.2020 kl. 22:14

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Það er ekki raunhæft markmið að allir fylgi umferðalögum; samt höfum við þau.

Almennt er talið að kórónuveiran sé skæð farsótt. Ríki um veröld alla grípa til margvíslegra ráðstafana, en rauður þráður er að ný smit berist ekki milli samfélaga. Smit berst með ferðamönnum, kannski líka frosnu kjöti, segja þeir á Nýja-Sjálandi.

Tveir hagfræðingar við Háskóla Íslands, Þórólfur og Gylfi, skrifuðu hvor um sig grein þar sem þeir töldu meiri efnahagslegum og félagslegum hagsmunum fórnaði fyrir minni með því að hafa landið sem mest opið. Þorsteinn, er ég viss um, velur þeim Þórólfi og Gylfa viðeigandi viðurnefni.

Í framhaldi af greinum hagfræðinganna hófst snörp umræða um samfélagslegar og heilsufarslegar afleiðingar af opingáttarstefnu sem hafði verið rekin - í þágu ferðaþjónustu - frá því í sumar. Niðurstaðan var að herða á kröfum um skimun og sóttkví ferðamanna.

Ráðstafanir á Íslandi eru í samræmi við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þorsteinn og aðrir sömu skoðunar mála skrattann á vegginn. Ferðaþjónusta tekur við sér þegar landamæri opnast. Ef tvo, sex eða fjórtán mánuði. Enginn veit.

Páll Vilhjálmsson, 22.8.2020 kl. 22:34

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvers vegna ætti það að vera markmið að hindra að veiran komist yfir landamæri? Sá sem ímyndar sér það veit ekki hvað markmið er. Hvers vegna? Jú, komist hún ekki yfir landamæri, hvað þá? Jú, þá smitast enginn. Og það er þá bersýnilega hið endanlega markmið, hitt er aðeins álitið leið að markmiðinu. Og það markmið er vitanlega algerlega óraunhæft og stórhættulegt að reyna að uppfylla það. Ef markmið umferðarlaga væri að enginn létist í umferðinni, hvernig væru þá lögin. Jú, umferð væri vísast bönnuð. 

Það deyja ríflega tveir af hverjum þúsund sem fá þessa pest. Það sýnir reynslan hérlendis. Eins og margoft hefur verið bent á horfa Gylfi og Þórólfur aðeins á brot af myndinni í sínum greiningum. Þeir sleppa algerlega neikvæðum beinum áhrifum lokunar á atvinnulífið, fyrir utan ferðaþjónustu. Þeir sleppa jafnframt afleiddum áhrifum ferðaþjónustunnar á aðrar greinar. Margfaldarinn er 2,3 ef ég man rétt. Síðan er vitanlega engin tilraun gerð til að meta neikvæð áhrif langtímaatvinnuleysis á heilsufar og lífsgæði þeirra sem fyrir því verða, né að meta auknar dánarlíkur vegna þess. Það að menn hafi merkimiðann hagfræðingur er nefnilega ekki nægjanleg röksemd til að álykta að allt sem þeir segja sé rétt. Fólk skiptist í tvo hópa þegar kemur að sérfræðingum. Annars vegar eru þeir sem trúa öllu sem þeir segja vegna þess að þeir eru sérfræðingar. Hins vegar eru þeir sem hlusta eftir röksemdum þeirra og sönnunum og taka afstöðu á grunni þess hvort röksemdirnar eru gildar og sannanirnar til staðar. Sé hvorki röksemdum né sönnunum til að dreifa er álit sérfræðings ekki meira virði en álit hvers annars. Ég kýsa að tilheyra síðari hópnum. Páll Vilhjálmsson kýs bersýnilega að tilheyra hinum fyrri.

Ráðstafanir hér voru til skamms tíma aðeins minna fáránlegar og út takti við tilefnið en í mörgum öðrum löndum. En það virðist því miður vera að breytast. Enginn hefur dáið úr flensunni síðan í vor, en það virðist ekki einu sinni skipta neinu máli lengur!

Þorsteinn Siglaugsson, 23.8.2020 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband