Þorgerður Katrín þorir ekki, sakar stjórnina um hugleysi

Formaður Viðreisnar sakar ríkisstjórnina um að hafa ekki skýra stefnu í farsóttarvörnum. En sjálf hefur Þorgerður Katrín enga skoðun hvaða leið á að fara til að verjast Kínaveirunni.

Pólitískt klókt hjá formanni Viðreisnar, en ekki stórmannlegt.

Ríkisstjórnin hefur stefnu, sem er að halda landinu sem mest opnu og glíma við smit eftir því sem þau koma upp. Þessi stefna var mótuð í sumar þegar vonir stóðu til að farsóttin væri í rénun. 

Seinni bylgja farsóttarinnar gerði farsóttarvarnir yfirvalda tortryggilegar. Þegar það rann upp fyrir fólki að mögulega yrði skólahaldi frestað, nemendur yrðu heima, var spurt hvort ávinningurinn af því að halda landinu opnu sé ekki léttvægður miðað við samfélagslegan kostnað.

Þessi umræða stendur yfir. Það liggur fyrir að ríkisstjórnin þarf að aðlaga stefnu sína nýjum veruleika.

En, svo það sé sagt, það er ekki hægt að loka landinu si svona. Aftur er hægt að herða reglur. T.d. um skimun og sóttkví þeirra sem ferðast til útlanda.


mbl.is Komið að stjórnmálamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Að vitna í þetta kvendi í Mogganum gengur fram af mér. Þessir Samfylkingar og landsöluflokkar tveir hafa ekkert til mála að leggja frekar en venjulega.

Halldór Jónsson, 10.8.2020 kl. 13:28

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sammála Halldóri. ESBreisn fáum við nóg af í Fréttablaðinu

Persónulega er ég hrifnastur af sænsku leiðinni og trúi að til lengdar muni hún skila bestum árangri enda stefnan rekinn grímulaus í Svíþjóð

Grímur Kjartansson, 10.8.2020 kl. 14:14

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Að það glymji hæst í tómri tunnu, sannast best á forkvendi viðreisnar. Að innantómur hljómurinn skuli matreiddur á forsíðu Morgunblaðsins vekur hinsvegar mikla furðu og efasemdir um ritstjórnina þar á bæ. Er ekki nóg að forysta Sjálfstæðisflokksins sé hálf sokkin í kratafenið? Er Morgunblaðið einnig tekið að sökkva? 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 10.8.2020 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband