Mánudagur, 27. júlí 2020
Vestræn mannréttindi og múslímsk eru ósamrýmanleg
Þrjú múslímaríki beittu neitunarvaldi gegn Ingibjörgu Sólrúnu sem mannréttindastjóra ÖSE. Í uppgjörsviðtali í Mogga er ekki einu orði vikið að reginmun vestrænna mannréttinda og múslímskra.
Kjarni málsins er að vestræn mannréttindi eru veraldleg, óháð trúarbrögðum, en þau múslímsku eru byggð á helgiriti, Kóran. Vestræn mannréttindi gilda einfaldlega ekki í múslímaríkjum.
Vestræn mannréttindi byggja á mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948. Samtök múslímaríkja viðurkenna ekki þau mannréttindi og gáfu út, árið 1990, sína eigin mannréttindaskrá, Kairó-yfirlýsinguna.
Múslímsk mannréttindi eru fyrir múslíma, karlstýrða trúarmenningu. Ingibjörg Sólrún lætur eins og vestræn mannréttindi gildi í múslímaríkjum. Það heitir að stinga höfðinu í sandinn.
Hafa aðrar hugmyndir um lýðræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á sama tíma lætur þessi stofnun mannréttindabrot á Íslandi óáreitt jafnvel þó henni hafi borist ítarlegar upplýsingar um þau.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2020 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.