Nóbelshafi: Trump sigraði frjálslynda alþjóðahyggju

Alþjóðahyggja, með frjálsa verslun sem hornstein, var röng, viðurkennir Paul Krugman nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og páfi frjálslynds rétttrúnaðar í hagfræði síðustu þriggja áratuga.

Í ítarlegri samantekt á sinnaskiptum Krugman fer ekki mikið fyrir þeirri játningu að sigur Trump 2016 afhjúpaði glópsku aljóðahyggjunnar. Trump sigraði með atkvæðum lág- og millistétta á meginlandi Ameríku. Þar missti fólk vinnuna unnvörpum, þegar framleiðslan var flutt til Mexíkó og Kína. Frjálslynda vinstrið, á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna, kaus Clinton.

Frjálslyndisstefnan verður til á 19. öld og ber fram pólitísk réttindi borgara gegn erfðarétti aðalsins sem öllu réði í Evrópu frá miðöldum. Frjálslyndið bjó til heiminn eins og við þekkjum hann en er núna að ganga af okkur dauðum, segir dálkahöfundur Telegraph.

Frjálslyndi gerir ekki ráð fyrir samfélagi, aðeins réttindum einstaklinga. Sérhver einstaklingur á að geta valsað um heiminn og krafist mannréttinda fyrir sig og sína. Tveir hópar hafa einkum nýtt sér öfgafrjálslyndið. Alþjóðlegir sérfræðingar, oftast vestrænir, annars vegar og hins vegar efnahagslegir flóttamenn frá ríkjum þriðja heimsins.

Og hverjir hafa tapað á alþjóðavæddu frjálslyndi? Jú, Jón og Gunna, hversdagsfólkið, sem bæði tapar vinnunni og samfélaginu sínu.

Trump vildi endurheimta töpuð störf og glatað samfélag. Hann er óvinur öfgafrjálslyndis sem óðum tapar trúverðugleika. Krugman viðurkennir mistök frjálslyndrar hagfræði. Rithöfundar og menntamenn úr röðum frjálslyndra kvarta undan oki pólitíska rétttrúnaðarins sem í nafni mannréttinda kæfir önnur sjónarmið.

Árið 2020 hefur Trump þegar sigrað. Fjórum árum eftir sigurinn kveikja frjálslyndir á perunni. Ekki beittustu hnífarnir í skúffunni, frjálslyndir. 

 


mbl.is 100 dagar í forsetakosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hverjar eru samkeppnisforsendur Kínverska álsins sem er að valda lokun álvera á Vesturlöndum.

Skiptir ekki máli hvaða laun eru greidd í kínverskum álverum?Laun í Kína eru ekki ákveðin í frjálsum kjarasamningum heldur af kínverska kommúnistaflokknum.

Skiptir ekki máli hvað raforkan kostar raunverulega úr því brúnkolakynta raforkuveri sem Kínverjar gangsetja vikulega?

Séu kostnaðarþættir í framleiðslu áls  lægri en á Vesturlöndum þarf ekki að rannsaka hvaðan þeir fjármunir koma sem valda misjöfnum samkeppnisaðstæðum? 

Hver heldur niðri kaupi í Kína?

Hvert verður verðið á kínversku áli ef kostnaðarþættir eru færðir til jafns við Vesturlönd?

Er ekki Trump Bandaríkjaforseti að velta því fyrir  sér hví Vesturlönd eigi að leyfa verð-og veirustýrðu áli frá Kína að keppa við ál sem er framleitt við frjálsar markaðsaðstæður á Vesturlöndum? 

Halldór Jónsson, 26.7.2020 kl. 11:47

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þörf og góð grein, og skilningur vex. 

Þakk fyrir.

Egilsstaðir, 26.07.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 26.7.2020 kl. 12:13

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk fyrir góða grein

Benedikt Halldórsson, 26.7.2020 kl. 12:26

4 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir að vekja athygli á þessu Páll. Alþjóðavæðingin á forsendum fjölþjóða ofurfyrirtækjanna gat aldrei gengið upp nema með því að kjör launamanna og lífskjör yrðu stórlega skert. Sérkennilegt að verkalýðshreyfingin hvar svo sem var á Vesturlöndum skyldi ekki spyrna við fótum og koma í veg fyrir það að framleiðslufyrirtæki væru bútuð niður og flutt til þróunarlanda, þar sem hagnaður fyrirtækjanna fólst í að launþegar móttökulandanna unnu á þrælakjörum. Verkalýðshrefyingin lét það viðgangast að brauðið væri tekið frá félagsfólki sínu og dansaði stríðsdans glóbalismans með tugmilljarðamæringunum. Þessari öfugþróun verður að snúa við. En til þess þarf margt til að koma m.a. virðing vestrænna stjórnmálamanna fyrir íbúum sínum og grunnþörfum þeirra. 

Jón Magnússon, 27.7.2020 kl. 08:24

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Góð grein, góðar athugasemdir.

Takk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.7.2020 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband