Brennum Bristol, borgin er byggð á þrælasölu

Bristol er byggð á þrælasölu, segir sagnfræðingur sem fagnar eyðileggingu borgarminja. Sagnfræðingurinn leggur þó ekki til að borginni sé eytt.

En hvers vegna ekki? Borg byggð á þrælasölu hlýtur að vekja álíka andstyggð og bronsstytta af þrælasala. Og hvað með íbúana. Einhverjir þeirra eru afkomendur þrælasala. Er ekki rétt að þeir fái makleg málagjöld?

Hugmyndafræðin um hreinan kynstofn fékk sína stund um miðja síðustu öld. Nú er komið að hugmyndafræðinni um sögulegt sakleysi. Við hljótum að krossa fingur í von um að sögulega sakleysið fái ekki viðlíka hljómgrunn. Minnumst þess að keltnesku þrælanna er enn óhefnt á íslenskri grundu.

Og þrælahaldarinn er drap tíu þræla Hjörleifs með köldu blóði stendur keikur á Arnarhvoli.

 

 


mbl.is Styttan af Colston verði ekki endurreist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Heimurinn er að verða leiðinlegur, húmorslaus og hættulegur. Einu sinni fóru menn útlegð í þrjú ár fyrir morð, nú er ævilöng útlegð fyrir orð. Málfrelsi er óvinur eins og í öllum þekktum alræðisríkjum.

Það er ekkert málfrelsi fólksins í Miðgarði. Það er því um að gera fyrir okkur á plani að segja eitthvað að lokum, áður en það er um seinan. Einnig er tilvalið að eiga sögulegar bækur úr pappír, áður en fortíðin verður líka bönnuð.

Benedikt Halldórsson, 8.6.2020 kl. 13:38

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Páll.

Þetta er raunsannur pistill um forheimsku góða fólksins.

Um fólkið sem er svo gott að það ræðst á söguna, vill breyta henni, en á sama tíma segir ekki múkk gagnvart sömu öflum sem hafa nútímavætt þrælahald og breitt út þrælkun kynþátta og þjóða yfir í þrælkun þeirra sem vinna störfin án háskólamenntunar.

Samborgara okkar sem eru í glórulausri samkeppni við maurabú alþjóðavæðingarinnar.

Þar sem daglaunin ráðast því sem næst á verðinu á 5 bollum á hrísgrjónum.

Það fór maður gegn þessu kerfi, hann er úthrópaður í dag, meðal annars af fólkinu sem telur forsenda kjara sinna vera sultarlaun ófaglærðra eða að opinberar stofnanir skulu vera þrifnar af þrælahöldunum sem gera út á gult og svart vinnuafl.  Sem nóta bene er ekki þrælahald því í útboðslýsingu er ekki kveðið á um litarhátt þrælsins, aðeins að hann lúti kjörum alþjóðavæðingar Tortillubankaeiganda a la hinna ofurríku sem Trump fór kurteislega fram á að greiddu skatt heima fyrir.

Að krefjast laga og reglna þegar óaldarlýður skemmir og rænir, er sagt vera birtingarmynd sundrungar og jafnvel kynþáttaúlfúðar, sem á sér þá undirliggjandi skýringu að reiðir svartir kunni ekki að mótmæla, heldur ræna og rupla, og út af sögulegu samviskubiti, þá sé það réttur þeirra.

Og dugi það samviskubit ekki til, þá skal sagan dregin fyrir dóm.

Enda eins og allir vita, þá fann Norður Evrópubúinn uppá þrælahaldinu, jafnvel líka þegar hann bjó í kofum úr timbri eða torfi, sem þurrkar svona út 5.000-7.000 ára sögu þekktrar siðmenningu heimsins, eitthvað sem nasistar reyndu þegar þeir upphófu sinn germanska arf, en trúðu í raun aldrei, enda erfitt þegar menningarminjar sögunnar eru annars vegar.

Góða fólkið fer hins vegar létt með það, það afskrifar sínar syndir með árásum á fortíð sem varla nær nema örfáar aldir aftur í tímann.

Og á meðan glotta þrælahaldararnir.

Verðandi íslensku orkuþrælarnir er þeirra nýjasta búbót.

Lengi lifi hið frjálsa flæði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.6.2020 kl. 16:48

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sagnfræðingnum i Bristol er ljóslega annt um að halda uppi merki Talibana.

Hrólfur Þ Hraundal, 9.6.2020 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband