Mánudagur, 1. júní 2020
Obama: kveikjum í heiminum og allt verður betra
Barack Hussein Obama Bandaríkjaforseti 2009-2017 segir þrem árum síðar að óeirðir og íkveikjur gefi von um réttlátara samfélag.
Átta ár með Obama í Hvíta húsinu breyttu engu um réttlæti í fyrirheitna landinu.
En sviðin jörð bætir, kætir og vekur von..
Hugmyndafræði frjálslyndra vinstrimanna í hnotskurn.
Gætu orðið vendipunktur í bandarískri sögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Obama er einmitt að gagnrýna ofbeldis- og óeirðaseggina. Það stendur í fréttinni. Lastu hana ekki áður en þú fórst að leggja út af henni?
Þorsteinn Siglaugsson, 1.6.2020 kl. 22:18
Þú ert nú að gera óeðlilegar kröfur ef þú heldur að Páll lesi það sem hann leggur út af eða predikar um :)
Flosi Eiríksson, 1.6.2020 kl. 23:05
Það er lymskulegur undirtónn í ummælum Obama. Enginn forseti í sögu BNA hefur gefið samþykki sitt fyrir meira sprengjuregni á önnur lönd en Obama. Aldrei í sögu BNA hefur hervald þessa sambandsríkis drepið fleiri en undir stjórn Obama.
Gagnrýni hans á ofbeldi hljómar sem þunnur þrettándi öllum hugsandi mönnum. Dæmigerður demókrati og hugsjónageld drusla, hvernig sem á það er litið.
Tækifærissinni andskotans. Hugsjónagelt viðriðni.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 1.6.2020 kl. 23:23
Þarf ekki að skoða einhverjar tölur í þessu sambandi? Gaf Obama samþykki sitt fyrir sprengjuregninu á Norður-Vietnam, sem var meira en allt sprenguregn BNA í Seinni heimsstyrjöldinni? Og var það Obama, sem gaf samþykki sitt fyrir notkun tveggja kjarnorkusprengna í því stríði?
Ómar Ragnarsson, 2.6.2020 kl. 09:24
Í þessum pistli er lagt út af færslu Obama á Facebook um núverandi ástand,en ekki hverju hann ber ábyrgð á fyrir tugum ára.
Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2020 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.