Demókratar: Pútín er á bakvið óeirðirnar

Susan Rice, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Obama, segir í viðtali á CNN að Pútín Rússlandsforseti sé á bakvið óeirðir og vandalisma í Bandaríkjunum. 

Að sögn Rice er líklegt að Pútín fjármagni öfgahópa og breiði út falsfréttir sem ala á ofbeldi.

Rice hefur engan sannanir fyrir aðild Rússa. En ásökunin hljómar vel og rímar við fyrri skáldskap að Pútín hafi tryggt Trump sigur í kosningunum 2016. Fólk er svoddan fífl að það trúir hverju sem er.


mbl.is Eldar loga og ráðist á lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fólk trúir öllu. Af hverju? Það þarf meira til en áróður Pútins .

Kapítalismi er góður en vestrænum kapítalistum er ekki sjálfkrafa treystandi þótt þeir eigi heilu hjarðirnar af vinstri trúgjörnu fólki í pólitík og á fjölmiðlum. Nei, maður treystir aðeins þeim sem maður þekkir persónulega. Þess vegna eru leikreglur lýðræðis svo mikilvægar. 

Sumir eru siðblindir og hættulegir, fátækir sem ríkir. En ofurríkir krókódílar með góða ímynd styrkja "krata" sem meina kannski vel, en eru með tapaðan "isma" sem þolir hvorki rökræður né málfrelsi.

Nýlega var kvikmynd hins vinstri sinnaða Michael Moore, Planet of the Humans, tekinn niður vegna þess að krókadílarnir nenna ekki í rökræður, og "samherjar" Moore sem hafa selt sálu sína, þora ekki að styggja andskotana sem ekki eru rússneskir. Þeir taka fólk niður öðrum til viðvörunnar, jafnvel forseta bandaríkjanna og þekkta listamanna. Á eftir Trump og Moore koma einhverjir sem eru þægilegir í vasa ofurríkra sígópata sem er hampað sem hetjum í vestrænum fjölmiðlum. 

Engin getur sett sig í spor siðblindra krókódíla, jafgnvel þótt þeir tali góða ensku og eigi vini í Hollywood. Kannski finnst þeim bara gaman að kveikja í og rústa lífi fólks?

Benedikt Halldórsson, 2.6.2020 kl. 09:44

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Viðtal við Michael Moore. 

Nýyrðið "upplýsingaóreiða" er komið frá krókódílunum.

Climate Activists Want Michael Moores Doc Panning Green Energy Banned, Say Its Chock Full Of Misinformation.

Allir hlýða. Það eru mikil vonbrigði að Sjálfstæðisflokkurinn skuli bregðast málfrelsinu eins og barinn hundur. Um daginn var skipaður starfshópur vegna faraldursins í snarhasti til að koma í veg fyrir að Íslendingar færu sér að voða vegna "upplýsingaóreiðu". Tilefnið? Það var ekkert tilefni.

Benedikt Halldórsson, 2.6.2020 kl. 10:26

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Eina vopnið sem venjulegt fólk hefur gegn ofurvaldinu er munnurinn fyrir neðan nefið. Í rökræðubardaga eru allir jafnir ef leikreglurnar eru virtar. Sigur í slíkum bardaga er tap ef hann kostar vini og vinnu. 

Benedikt Halldórsson, 2.6.2020 kl. 10:54

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Baráttan í Bandaríkjunum er ekki á milli Demókrata og Repúblikana,hún er á milli eigenda stórfyrirtækja og almennings.

Utan á essum ósóma hanga svo tugþúsundir embættismanna og fólks úr einkageiranum sem lifir kóngaæífi af því að viðhalda ástandinu.

Trump komst til valda með því að lofa því að vinna bug á þessari óværu.

Hann hefur hinsvegar ekki gert neinar tilraunir fram að þessu til að hnekkja Þessari mafíu.

Hann talar djarft en gerir ekkert.

Allir stórmálamenn tala svo inn í óánægju almennings með mismunandi hætti en markmið þeirra allra er að vernda gjörspillt kerfi sem mokar peningum almennings niður í vasa útvaldra í gegnum skattkerfið.

Þrátt fyrir svardaga hefur Trump ef eitthvað gert hlutina verri eneir þó voru.

Það mátti glöggt sjá hvert stefndi strax fyrsta ár Trump í embætti þegar háa jók útgjöld til hermála um upphæð sem er hærri en heildarútgjöld næst stærsta herveldis heims.

HergagnaiðnsðurInn er einmitt Lang stærsta gáttin sem er notuð til að flytja peninga almennings til auðjöfra.

Gjörspillt kerfi sérhagsmuna.

Nú berst almenningur á bamaspjótum á götum Bandarískra borga.

Á meðan þeir berjast og ugga ekki að sér fiskar mafían glaðbeitt aurana upp úr vösum bardagamanmana.

Almenningur hefur ekki enn áttað sig á hver óvinurinn er

Borgþór Jónsson, 2.6.2020 kl. 11:02

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rice er gjarnan stillt fram þegar ljúga þarf að þjóðinni. Hún var send á alla fjölmiðla til að ljúga um að e-r lítilfjörleg heimildamynd væri orsök óeirðirnar í Benghazi, þ.s. ISIS drap sendiherra BNA og öryggisverði hans. Og nú nýlega kom í ljós að eiðsvarin sagðist hún ekki vita neitt um tengsl Rússa við Trumpframboðið 2016, en í 3 ár hefur hún ferðast milli sjónvarpsstöðva og fullyrt að svo hefði verið. Trúverðug, eða hvað?

Ragnhildur Kolka, 2.6.2020 kl. 12:30

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Pútín hefur þá snúið við blaðinu, því óeirðirnar koma helst andstæðingum Trumps til góða.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.6.2020 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband