Leikþáttur, fremur en borgarastríð

Handritið að óeirðum í bandarískum borgum er skrifað á samfélagsmiðlum út frá fyrirsögnum fjölmiðla. Höfundar eru margir og því fjöldi útúrdúra frá meginplottinu.

Söguþráðurinn, sem reynt er að spinna, er að þeldökki minnihlutinn sé kúgaður af hvíta meirihlutanum. 

Meint kúgun felst í viðmóti hvíta meirihlutans en ekki stofngerð samfélagsins. Líkt og í öðrum vestrænum ríkjum eru allir jafnir fyrir lögum þar vestra.

Viðmótið er vekur ólund þeldökkra er kallað kynþáttahyggja eða rasismi. ,,Svört líf skipta máli," (Black lives matter) er viðkvæðið. Almannarómur er að líf allra skipti máli. Slagorðið, aftur, er til marks um að þeir þeldökku telja hvíta meirihlutann segja eitt en hugsa annað. Viðmótið sem sagt.

Óeirðir og vandalismi er sviðsettur leikþáttur til að sýna vanþóknun. Innistæðan er þó rýr. Þeldökki fjölmiðlamaðurinn Larry Elder átti samtal um lögregluofbeldi sem dregur upp nokkuð aðra mynd en fjölmiðlaspuninn.

Leikþátturinn er hluti af stærri sýningu, eins og viðtengd frétt mbl.is, ber með sér. Líkt og á Íslandi eru forsetakosningar í Bandaríkjunum í ár. Það er aðalsýningin sem leikþátturinn um viðmótið er hluti af.   


mbl.is „Þetta er ógnvænlegt ástand“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Vel orðað.

Benedikt Halldórsson, 1.6.2020 kl. 12:12

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það hentar ekki öllum að heyra eða sjá staðreyndir og því reyna stóru fjölmiðlarnir (ekki bara í BNA) að þagga niður í fólki eins og Larry og Heather.  Þeir vita að fóðrun fórnarlambakúltúrsins er vænleg söluvara.


Mín reynsla er að gríðarlegar breytingar hafa orðið á samskiptum hvítra og svartra í BNA síðustu 60 ár. Ég kom fyrst til BNA þegar sérstakar biðstofur voru fyrir svarta og hvíta og ef svertingjum var yfir höfuð hleypt inn á veitingastaði þá voru frátekin sér borð sem þeir máttu sitja við. Mér var líka bent á að vera ekki of kammó við svertingja sem voru þó þar til að aðstoða mig í vinnunni. Almennt voru þá lítil samskipti milli svartra og hvítra. Breytingin til batnaðar hefur þó verið sýnileg ár frá ári. 

Ég eyddi lungann úr febrúarmánuð í ár í suðurríkjum BNA. Átti samtal við alls konar fólk: leigubílstjóra, dyraverði, fólk á barnum, fólk á götunni og fólk á veitingastöðum (bæði gesti og þjónustufólk) svarta og hvíta og get ekki sagt að merkjanlegur munur hafi verið á viðmóti þessa fólks. Fólk var kurteist, það var ræðið og það var forvitið og sín á milli varð ég ekki vör við að einn teldi sig öðrum æðri.

Hispursleysi í samskiptum einkennir Bandaríkjamenn allra kynstofna og spenna sem fylgir þegar einn telur sig æðri/óæðri viðmælanda gat ég ekki merkt. Stóra breytingin frá fyrstu dvöl minni þarna er að svartir hafa öðlast meira sjálfstraust í samskiptum við aðra og því undarlegt að einhverjir vilji kynda undir og viðhalda þessum fórnarlambastatus.

Ragnhildur Kolka, 1.6.2020 kl. 13:43

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég er mjög andvígur þessu orði og hugtaki, „upplýsingaóreiða“, það er í eðli sínu villandi enda komið úr ranni Sorosartilbiðjendanna. Hvernig geta upplýsingar nokkrusinni verið rangar ef þær eru upplýsingar í raun og veru? Þeir sem mest nota þetta orð, upplýsingaóreiða, vilja halda lýðnum niðri, með einni skoðun, og kæfa aðrar skoðanir. Samsæriskenningar geta verið skemmtilegar, rangar eða réttar. Það er oft fyrsta skrefið að sannleikanum að gizka og koma með undarlegar samsæriskenningar. Varðandi afleiðingar af óhindruðu streymi aðkomumanna frá ýmsum svæðum er Svíþjóð augljóst dæmi. Það er veruleiki, en sorglegt þegar slíkt gerist. Það er ekki upplýsingaóreiða á benda á ástandið þar, heldur venjuleg umræða. Ég held að það sé augljóst að margir af þeim vinstrimönnum sem saka hægrimenn um fordóma og fasisma eru að beita þesskonar aðferðum í raun. 

 

Rétt eins og fyrir kosningarnar 2016 þegar Trump hafði flestalla meginstraumsfjölmiðla á móti sér en sigraði samt er nú verið að tromma upp andrúmsloft gegn honum af þessum sömu mógúlum, Soros og fleiri. 

 

Jón Magnússon hefur komið með upplýsingar í sínum færslum og pistlum að það sé ekki rétt að verr hafi verið farið með þeldökka en germanska Bandaríkjamenn í átökum lögreglu og afbrotamanna. Líklegasta skýringin á þessum óeirðum innan Bandaríkjanna er venjuleg gremja fátæks fólks sem hefur orðið meiri eftir farsóttina. Við þekkjum það hér á Íslandi hvernig Vinstri grænir eru með beint samband við háskólafólk og ná auðveldlega að æsa til mótmæla. Demókratar verða aldrei ánægðir fyrr en þeir eru með öll völdin, forsetaembættið og þingsætin. Notað er hvert tækifæri til að sýna Trump í neikvæðu ljósi. Rétt eins og Metoohreyfingin spratt upp þegar völd kvenna voru orðin meiri en nokkrusinni fyrr, þá verða læti út af þessum málum þegar valdefling svartra er meiri en nokkrusinni fyrr í sögunni. Mikið vill meira. 

Ingólfur Sigurðsson, 1.6.2020 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband