Bretar eru vinir, en líka óvinir: um heimsku í stjórnarráðinu

Bretar settu á okkur hryðjuverkalög í aðdraganda hrunsins, það var ekki vinarbragð. Bretar sendu herskip upp að ströndum Íslands til að verja rányrkju breskra togara í íslenskri landhelgi. Ekki var það huggulegt af stórveldinu.

Hvorugt þessara atriða rataði í ítarlega frétt stjórnarráðsins um 80 ára stjórnmálasamband Íslands og Bretlands, sem raunar var slitið um tíma vegna stríðsins um landhelgina. Heimskan í stjórnarráðinu gerir Gulla utanríkis að meiri hálfvita en hann þyrfti að vera og gæti þriðji orkupakkapilturinn alveg verið án bjarnargreiðans.

Heimskan í stjórnarráðinu er angi af menningarsjúkdómi sem veldur því að fólk sér heiminn í svart-hvítu og tapar blæbrigðum veruleikans. Menningarsjúkdómurinn krefst annað hvort eða - á meðan heimurinn er bæði og. Í sæmilega mönnuðu stjórnarráði ætti fyrir löngu að vera komið hjarðónæmi fyrir alþjóðaveiru sem einkum leggst á fólk töluvert neðan meðalgreindar.

Hlutlægt mat er að Bretar eru sögulega bæði og, vinir og óvinir. Seint á miðöldum sigldu þeir hingað, veiddu og versluðu yfirleitt til hagsbóta fyrir landsmenn sem annars voru undir dönsku yfirvaldi. Þegar herskip hans hátignar sigldu inn Faxaflóa 10. maí 1940 varpaði þjóðin öndinni léttar. Það voru ekki sveinar Hitlers sem sóttu okkur heim. Nokkurt stímabrak varð mánuði áður þegar þýskar hersveitir lögðu undir sig Noreg og Danmörku. Bretar voru ótvírætt betri kostur. Líkt og Íslendingar eru Bretar eyþjóð(ir) sem lítt taka undir isma meginlandsins, hvort heldur forskeytin séu nas-, kommún- eða ESB.

Þjóðir eiga ekki hugsjónir, aðeins hagsmuni. Þessi grunnhugsun gildir í samskiptum þjóðríkja frá nýöld. Þjóðríkið á fyrst og fremst skyldum að gegna við íbúa sína. Til að rækta þá skyldu mega stjórnvöld aldrei falla í þá gildru að umgangast íbúana eins og börn sem hvorki vita í þennan heim né annan.

Bretar eru vinaþjóð en stundum skerst í odda þar sem hagsmunir Íslands og Bretlands fara ekki saman. Á hátíðarafmæli stjórnmálasambands þjóðanna ætti ekki að draga fjöður yfir sögulegar staðreyndir.

Eitt atriði enn gæti skýrt hálfvitatexta stjórnarráðsins. Bretar tóku stórmerkilega ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016; að yfirgefa Evrópusambandið, Brexit. Sjálfkrafa færir Brexit okkur nær Bretum andspænis ESB. Hvers vegna skyldi eins og einni setningu ekki splæst í frétt utanríkisráðuneytisins um þetta atriði. Jú, það er alþjóðaveiran sem meira og minna allir í íslensku utanríkisþjónustunni eru smitaðir af: sæluríkið er ESB, utan þess er harðbýli. Sérstaklega ef maður er smitaður embættismaður - og ætti með réttu að vera í sóttkví.


mbl.is Stjórnmálasamband við Bretland 80 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek ofan fyrir þér Páll.

Snilldarpistill og svo sannur.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.5.2020 kl. 11:36

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ég veit nú ekki hvort hægt sé að segja að það sé ESB sem hafi áhrif á grandvaraleysi manna á Íslandi.  Tel það frekar vera CCP, sem greiðir Íslendingum góðan aur í einu og öðru. Og "ótti" stjórnarmanna við að styggja við CCP, þá missi Ísland vægan skerf af blóðpeningum þaðan, í gegnum ferðamannastraum.

Bought and paid for ... myndi ég segja. Enda finnst mér vera sterk "RT" og "CCP", frá fréttum moggan. En engar fréttir af Hong Kong eða Taiwan ... furðulega þögullt um þau svæði.

Örn Einar Hansen, 9.5.2020 kl. 12:01

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"Vinur er sá sem til vamms segir" segir máltæki sem lýsir raunverulegri vináttu.  Það ætti ekki að þurfa að útskýra það að vinátta sem byggir einungis á dálæti er smjaður, undirlægjuháttur sem hæfir ekki sjálfstæðum einstaklingum hvað þá fullvalda þjóð. 

Ragnhildur Kolka, 9.5.2020 kl. 12:59

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"...aldþjóðaveira, sem einkum leggst á fólk töluvert neðan meðalgreindar."

Fróðlegt að vita um þessa algildu staðhæfingu.

Ómar Ragnarsson, 9.5.2020 kl. 13:07

5 Smámynd: Óskar Kristinsson

°Meiri háttar pistill Páll! Takk fyrir.

Óskar Kristinsson, 9.5.2020 kl. 16:10

6 Smámynd: Örn Einar Hansen

algildar staðhæfingar ...

ipse se nihil scire id unum sciat, ergo

disce quasi semper victurus ... vive quasi cras moriturus.

Örn Einar Hansen, 9.5.2020 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband