Veiran er 3 farsóttir; sú pólitíska varir lengst

Kórónuveiran er ţrjár farsóttir í einni. Sú fyrsta er COVID-19 sem er lífshćttuleg öldruđum og ţeim sem veikir eru fyrir. Spálíkön segja ađ hún vari í sex til tólf mánuđi, međ hćttu á endurteknum faraldri. Mögulega finnst bóluefni sem heldur COVID-19 í skefjum.

Önnur farsóttin er efnahagsfáriđ sem hlýst af lömuđu atvinnulífi á međan barist er viđ COVID-19. Gjaldţrot, atvinnuleysi og neikvćđur hagvöxtur er afleiđingin. Efnahagskerfiđ tekur viđ sér nokkrum mánuđum eftir hámark sjúkdómsins, 2021 gćti orđiđ sćmilegt ár en kannski verđum viđ ađ bíđa til 2022.

Ţriđja farsóttin er sú pólitíska sem mun vara lengst. Viđ sáum ţađ á hruninu 2008, sem var ,,bara" peningar, ađ stjórnmálin voru óstöđug lengi eftir ađ efnahagsmálin voru komin í fínt lag. Stjórnarkreppur, mótmćli á Austurvelli, ris og fall stjórnmálaflokka voru daglegt brauđ ţótt allir hefđu nóg ađ bíta og brenna og landiđ fylltist af útlendingum ađ taka ţátt í góđćrinu.

Hruniđ 2008 sundrađi ţjóđinni. Kórónuveiran, sem komiđ er, sameinar ţjóđina. Víst eru einhverjir sem ekki skrifa upp á sóttvarnir yfirvalda en yfir línuna ríkir sátt. Stjórnarandstađan, sem vön er ađ rífast um tittlingaskít, Samfó-Logi hótađi nýlega málţófi ef kosiđ yrđi ađ hausti, grátbiđur ríkisstjórnina ađ fá ađ komast inn í sáttahlýju samfélagsins.

Munurinn á 2008 og 2020 er ađ fyrir tólf árum óttađist fólk um peningana sína, núna um líf sitt og sinna. Peningum fylgir argaţras og öfund, lífshćtta kallar á samstöđu.

Á tímum samstöđu er ekki pláss fyrir 8 til 9 stjórnmálaflokka. Ţađ er beinlínis hlćgilegt ađ dreifa samstöđunni á smákóngaveldi kverúlanta sem ekkert leggja til málanna nema leiđindi. Eftirmálar kórónuveirunar drepa tvo ef ekki ţrjá stjórnmálaflokka. Fariđ hefur fé betra.


mbl.is „Viđ erum öll í sóttkví núna“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Jónsson

2 og 3  hefur samheitiđ Sótthrćđsla.

Guđmundur Jónsson, 21.3.2020 kl. 12:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband