Brussel hótaði, Kata og Gulli gáfust upp

Evrópusambandið hótaði að loka á heilbrigðisvörur til Íslands ef ríkisstjórnin tæki ekki þátt í lokun Schengen-svæðisins. Katrín forsætis hringdi í æðsta embættismann ESB í gær og tilkynnti uppgjöf Íslendinga. ESB ræður því hvort landamæri Ísland eru opin eða lokuð.

Gulli utanríkis var áður búinn að segja að lokun Schengen-landamæra væri pólitísk ákvörðun, ekki byggð á rökum farsóttarvarna og hann mótmælti. Sólarhring síðar gafst Gulli upp með Kötu.

Frá Bandaríkjunum berast okkur vinargjafir, lækningatæki, en ESB hótar okkur.

Á blaðamannafundinum í Hörpu á morgun munu Kata og Gulli helst ekki ræða hótun Brussel og uppgjöf ríkisstjórnarinnar. ESB-sinnaðir blaðamenn munu ekki knýja svara.

Harpa stendur þar sem öndvegissúlur fyrsta landnámsmannsins rak að landi, samkvæmt Landnámu. Forfeður okkar flúðu miðstjórnarvald og óskuðu sér annarrar tilveru en að vera undirsátar. Kata, Gulli og kó vinna skipulega að hinu gagnstæða: ESB-Íslandi.


mbl.is Ráðherrar boða til blaðamannafundar í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og hvernig veistu að þetta tvennt tengist?

Vitanlega veistu ekkert um það.

En hefði Ísland ekki tekið þátt í þessu hefðum við væntanlega ekki getað ferðast til landa sem taka þátt. Það er ástæðan.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.3.2020 kl. 20:14

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Tilskipanir og tilmæli berast hingað frá ESB. Þeir þurfa tiltal til baka, en fá það ekki.

Ívar Pálsson, 20.3.2020 kl. 21:49

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ríkisstjórnin tekur leiðsögn og hlýðir yfirboðurum sínum í Evrópu.

Lægra settir kjósa frekar gott "samstarf" til að styggja ekki Valdið. Hvað næst? Mun ESB, í gegnum EES, í gegnum auðmjúka friðarfulltrúa Íslands, komast á blóðbragðið og heimta meira og meira? Miðað við aulaháttinn um daginn, má búast við "skottið á milli lappanna" eftirgjöfum Íslendinga til að sýna "samstarfsvilja" í verki?  

Benedikt Halldórsson, 21.3.2020 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband