Miðvikudagur, 18. mars 2020
RÚV fyrir greindarskerta
Fréttamaður RÚV, Arnhildur Hálfdánardóttir, bauð í Speglinum í kvöld upp á nýjung í samstarfi við loddara úr Borgarfirði, sem á langa sögu að selja Evrópusambandið Íslendingum.
Eiríkur er kynntur til sögunnar sem prófessor við Háskóla Íslands. Heimasíða héraðsskólans skráir Eirík þó enn sem starfsmann. Dómgreindar-Hildur kann sennilega ekki að fletta á netinu og tók orð loddarans trúleg. Næst trúir fréttamaðurinn sennilega að Eiríkur sé forseti Íslands í hjáverkum.
En, sem sagt, Dómgreindar-Hildur og borgfirska gáfnatröllið sögðu að Íslendingar ættu að skammast sín að standa saman gegn COVID-19 og ekki væri nóg alþjóðahyggja hér á landi; ESB veit jú best, en, guð hjálpi okkur, skálkurinn Trump minnst.
RÚV reynir að sinna minnihlutahópum á jaðri samfélagsins og ber að taka hatt sinn ofan fyrir viðleitninni.
En kynningin á nýmælinu fórst fyrir. Hún átti að vera eftirfarandi: Undirmálsfréttamaður í samstarfi við loddara segir fréttir fyrir greindarskerta.
Athugasemdir
Nú er RÚV að reyna að endurreisa -orðspor- ESB og hamra á því að þjóðhyggja sé hættuleg en alþjóðahyggja alsæla. Það er rétt hjá þér Páll, þetta viðtal var greinilega ætlað hálfvitum, kvart- eða núllvitum.
Ragnhildur Kolka, 18.3.2020 kl. 21:47
Næst verður það viðtal við Guðmund Hálfdánar.
Ragnhildur Kolka, 18.3.2020 kl. 21:48
Með því ömurlegra sem maður hefur heyrt í fávitaskap og aumkunnarverðri fréttamennsku, ef fréttamennsku er hægt að kalla. Bæði hinn svokallaði fréttamaður og ekki síst hinn heilagi Eiríkur esb af Bifröst ættu aldrei meir að heyrast í ríkisfjölmiðlinum. Þvílíkt og annað eins déskotans rusl í fréttamennsku og álitsgjöf!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 18.3.2020 kl. 22:40
Ég var farinn að hafa áhyggjur af því af hverju Eiríkur hafi ekki verið pantaður í settið til að gefa álit sitt á farsóttarmálum og veirufræði. Það er léttir að það hafðist og var reyndar bara tímaspursmál, eins og um öll málefni um alla skapaða hluti milli himins og jarðar.
Vona að hann hafi verið kynntur með nafni. Oftast láta þeir nægja að segja "að sögn sérfræðings" (jafnvel í fleirtölu) eða "að sögn prófessors." Skiljanlegt þö að það sé gert þegar gefa þarf einhverju vigt sem enga hefur.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2020 kl. 23:35
Svarið við öllu sem miður fer er að sjálfsögðu "Orange man bad" en við þurfum Eirík til að segja okkur það til að gefa því trúverðugleika með titlum og ábúð.
Þá er allt að áliti prófessors, sérfræðings eða vísindamanns, sem einatt er titlaður í fleirtölu.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2020 kl. 02:23
Tek undir með ykkur hér að ofan.
Sjálfur er greinandinn úr Borgarfirði með öll einkenni ofurmennisins sem hann er sífellt að vara við...
Hann skilur ekki venjulegt fólk, sem er signt og heilagt að hvetja hvort annað til dáða þegar á bjátar. Margir hrósa Þórarni, Ölmu og Reyni og öllu því góða fólki sem stendur vaktina fyrir okkur. Þau eru "strákarnir okkar" í baráttunni við andstæðinginn sem er skæð veira. Engin veit hvernig leikar fara.
Í góðæri rífumst við og höfum allt á hornum okkar. Ekkert er svo smávægilegt að ekki megi stofna til "illinda" sem er hægt að halda gangandi áratugum saman.
En núna, er svona "Vestmanneyjar skulu rísa" andi í samfélaginu. Það eru bara skiptar skoðanir um leiðir til sigurs. "Þið getið þetta" segja foreldrar við börn sín. Því verra sem ástandið er á tímum kórónuveirunnar því meiri er kærleikurinn, bjartsýnin og samstaða þjóðarinnar, um að allt fara nú vel, ekki veitir af.
Við erum ekkert að fara að ráðast inn í önnur lönd eða ofsækja fólk sem minna má sín. Ofurmennið í Speglinum er eitthvað að misskilja. Hrós í hvers annars garð er ekkert til að hafa áhyggjur af, aðeins einkenni á venjulegu fólki.
Velkominn til byggða oftúlkandi ofurmenni.
Benedikt Halldórsson, 19.3.2020 kl. 03:47
Heyrði megnið af viðtalinu við Erík, viðtal sem hafði betur sleppt. Hér erum við að glíma við sóttkveikju sem ógnar gjörvöllu samfélagi okkar og ekki nóg með það heldur gjörvöllum vestur, ekki nóg með það ógnar mönnum hvar sem þeir eru. Það eru ekki ný vísindi en þó grjóthörð að til að ráða niðurlögum sóttkveikjum sem engin ráð eru fyrir og farið hefur úr böndum þá þarf að beita einangrun, lokunum, lokunum heimila, lokunum sveitrafélaga, lokunum svæða og jafnvel landamæra. Að tengja það við þjóðernishyggju er aðeins umfram pínu geggjun og að tala svo um það í 10 - 15 mínútur í fréttatíma ríkismiðilsins, stappar ekki bara nærri geggju. Það er geggjun.
Björn Ragnar Björnsson, 19.3.2020 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.