Þriðjudagur, 17. mars 2020
ESB lokar Íslandi, Áslaug í taugaáfalli
Íslenska stjórnkerfið er ESB-sinnaðra en aðildarþjóðir Evrópusambandsins. Allt er gott sem kemur frá Brussel, er viðkvæðið í stjórnarráðinu. Að sama skapi er ríkjandi andstyggð á Bandaríkjunum, eins og Gulli utanríkis túlkaði eftirminnilega.
Ákvörðun ESB um að loka Íslandi veldur taugaáfalli í 101 stjórnarráðinu. Dómsmála-Áslaug gengur betlandi um upplýsingar fyrir dyr sendiherra ESB sem býður það eitt að lesa upp fréttatilkynningu frá ESB. Ísland hefur framselt fullveldi landamæra sinna og er lokað inn í pestarbæli Evrópusambandsins.
ESB-dúkkulísunum er nokkur vandi á höndum. Gulli yfirdúkkulísa er óvelkominn í Washington og ætti ekki að vera ráðherra.
Við borgum stjórnmálamönnum til að hugsa sjálfstætt. Hvað heitir aftur flokkur þeirra Áslaugar og Gulla?
Hafa hingað til talið bann hafa litla þýðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður.
"Við borgum stjórnmálamönnum til að hugsa sjálfstætt. Hvað heitir aftur flokkur þeirra Áslaugar og Gulla?".
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2020 kl. 06:55
Þegar Trump lokaði á flug frá Schengen löndum var það vegna þess að 30 af nýsmiti í 34 fylkjum vor rakin til Evrópu. Síðan höfum við séð Ítali hrynja eins og flugur af því Brussel bannaði þeim að loka landamærum og ódýra vinnuaflið, Kínverjar, snéru til baka frá Kína eftir að halda upp á áramótin með fjölskyldunum heima. Pólitíska rétttrúnaðarliðið sendi svo út tístin - #Hug a Chinese - til að sýna hvað þeir væru lausir við fordóma. Það má ekki einu sinni kenna vírusinn við uppruna sinn, Wuhan. Kínverjar ganga svo á lagið og kenna nú Trump um allt saman.
Ragnhildur Kolka, 17.3.2020 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.