Mánudagur, 16. mars 2020
Schengen er búið að vera, Áslaug - segðu Gulla það
Evrópa gefst upp á sameiginlegum landamærum, kenndum við Schengen-samstarfið, en ríkisstjórn Ísland þarf sérstakan fund til að skilja skriftina á veggnum.
Tornæmi er ríkjandi stjórnarstefna þegar kemur að málefnum Evrópusambandsins. EES-samningurinn lagðist á líknardeild 2016 þegar Bretar ákváðu Brexit. Glamúrliðið í utanríkisráðuneytinu heldur enn að EES sé á vetur setjandi og lét okkur kokgleypa 3 orkupakkanum í þágu Norðmanna.
Covid-18 farsóttin leggur Schenegn á líknardeild í ár. Öll ríki ESB loka landamærum sínum en íslensk stjórnvöld vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga.
Covid-19 gengur yfir á fáeinum mánuðum. ESB-veiran í stjórnarráðinu í Reykjavík er aftur viðloðandi andskoti í mörg herrans ár.
Fundað um mögulega landamæralokun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli símafundurinn með Pompeio standi enn hjá Gullutanríks? Aumingjans kjáninn Gulli og öll embættismannaelítan sem sleikt hefur út um undanfarin ár, í von um feita bitlinga, skattfrjáls laun og dúsur til vina og vandamanna, á kostnað samlanda sinna.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 16.3.2020 kl. 22:18
Evrópusamstarfið getur aðeins leyst kostuð "vandamál" í hanastélsboðum eftir snákaolíukynnar. ESB er óstarfhæft vegna mútugreiðslna og spillingar.
Mestallur tími þess fer í að leysa upp landamæri, veikja ríkisstjórnir heima fyrir, losa sig við öfluga leiðtoga með bein í nefinu og svo er endalaust talað um "migrant", rasisma og xenofóbiu gestgjafanna - og hamfarahlýnun. Þeir sem eru ekki sammála eru öfgahægrimenn og jafnvel nasistar. Það eru eilífar ásakanir um illt innræti þeirra sem ekki vilja hlýða skipunum æðra valds sem er einhverstaðar út í buskanum eða í Brussel.
GLOBAL COMPACT FOR SAFE, ORDERLY AND REGULAR MIGRATION" samningurinn sem Gulli skrifaði undir ásamt ESB "samstöðu" í Maraokkó. Flott partý, glæsileg hótel og góð skemmtun. Það truflaði ekki þótt "samningurinn" væri saminn af kontrólfrík með sjúklega þráhyggju.
Það er minnst á "migrant" í 243 skipti.
Hingað til hefur verið hægt að kenna öðrum um allt sem á bjátar. Fólkið sem áður var með allt á hreinu er sem lamað.
Sífellt voru sett "sameiginleg" markmið í ósátt við helming íbúa þjóðríkjanna. Það er því fullkominn sundrung, tortryggni og vantraust í Evrópu. Engin samstaða er um nokkrum skapaðan hlut.
ESB er að leysast upp.
Benedikt Halldórsson, 17.3.2020 kl. 05:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.