Jerúsalem og Soleimani - sigurtvenna Trump

Í desember 2017 viðurkenndi Trump Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Múslímar og meðhlauparar þeirra á vesturlöndum, daglega kallaðir frjálslyndir og vinstrimenn, tóku móðursýkiskast og hótuðu heimsendi. Fyrir viku fyrirskipaði Trump aftöku á Soleimani máttugasta herstjóra Írans. Aftur móðursýkiskast múslíma og meðhlaupara og þriðju heimsstyrjöld hótað.

Hvorki eftir viðurkenningu á Jerúsalem né aftökuna í síðustu viku var öskrum og ópum fylgt eftir með aðgerðum Þvert á móti. Æðstiklerkur Írans biður um samninga, samkvæmt meðfylgjandi frétt, og er það ólíklegt upphaf þriðju heimsstyrjaldar.

Guardian, sem talar máli frjálslyndra vinstrimanna, klórar sér í kollinum og spyr hvað valdi.

Stutta svarið er Trump, sem lætur ekki móðursýki stjórna málefnum ríkisins. Önnur vinstriútgáfa, New Republic, segir stóru spurninguna hvort Trump sé boðberi óreiðu eða verkfæri sögunnar.

Lengra svarið er að þótt múslímar fremji alræmd hryðjuverk eru múslímaríki vanmáttug og vanþróuð. Vesturlönd eru ekki lengur háð olíu frá miðausturlöndum sem gerir þau enn veikari.

Trump er kominn með tvennu og þyrstir í þrennu fyrir botni Miðjarðarhafs. Spurning hvar hann ber næst niður. Friðarsamningar milli Palestínumanna og Ísrael? Kjarnorkuáætlun Írana eyðilögð með góðu eða illu? Afturköllun Bandaríkjahers frá Írak?


mbl.is Segir ástandið Bandaríkjunum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Páll,

Hvort er hann Trump karlinn "boðberi óreiðu eða verkfæri sögunnar"?

KV.

Image may contain: one or more people

#iran #trump #suleimani

Trump delivered: Iran was always the NEOCONS target

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 13.1.2020 kl. 09:13

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ætli það fari ekki að verða tímabært að menn hætti að tala um óreiðustjórn Trump. Hann hefur klárlega markmið og fylgir þeim eftir þrátt fyrir andstöðu svokallaðra bandamanna og stöðugar árásir á heimavelli.

Ef ekkert annað þá verður að viðurkennast að hann er þrautseigur og á við hvert meðal kjarnorkuver að kröftum.

Ragnhildur Kolka, 13.1.2020 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband