Bretland: hagvöxtur eftir Brexit

Hagvöxtur tekur kipp eftir að Bretar semja um úrsögn úr Evrópusambandinu, Brexit, segir í efnahagsspá í Telegraph. Stórsigur Íhaldsflokksins í þingkosningum í desember ryður brautina fyrir úrsögn sem breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir rúmum þrem árum.

Það þurfti tvennar þingkosningar í Bretlandi til að knýja í gegn þjóðarvilja. ESB nýtti sér veikleika vestræns lýðræðis til að ala á sundurþykkju í breskum stjórnmálum. Lærdómurinn sem Evrópuþjóðir, Íslendingar meðtaldir, draga af Brexit-ferlinu er að ESB er stórhættulegt lýðræðinu og samheldni þjóða. 

Brexit eflir andstöðuna gegn aðild Íslands að EES-samningnum sem ESB notar á óskammfeilinn hátt til sækja sér auknar valdheimildir, nú síðast með orkupakka 3.

Gangi hagvaxtarspáin eftir fyrir Bretland verður það enn ein staðfestingin á að fullvalda þjóð vegnar betur utan ESB en innan ríkjasambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ja hérna, og eftir allar svartsýnisspárnar. 

Ragnhildur Kolka, 26.12.2019 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband