Fimmtudagur, 12. desember 2019
Jóhannes, Samherji og símtalið
Án Jóhannesar Stefánssonar væri ekkert Samherja-Namibíumál. Af þeirri ástæðu er allt í fari og framkomu Jóhannesar fréttaefni er gæti varpað ljósi á málsatvik. Kastljós í gær sýndi Jóhannes sem hundeltan mann er þyrfti lífvarðasveit í kringum sig.
Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Jóhannes í samhengi við suður-afrísku mafíuna. Símtalið við eiginkonuna er eitt púsl í heildarmyndinni af uppljóstraranum.
Kurlin eru ekki öll komin til grafar. Ekki er hægt að slá neinu föstu um Samherja-Namibíumálið annars vegar og hins vegar hverra erinda Jóhannes gengur; sinna eigin, eins og hann heldur fram, eða annarra.
Með þennan fyrirvara í huga má á hinn bóginn segja að Jóhannes og RÚV-málflutningurinn séu ekki í bullandi meðbyr.
Jóhannes fullur iðrunar vegna símtals | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Namibíu Jóhannes, er fullur ergi og er nú orðinn kjaftakerling á pari með Báru á klaustri.
Hrólfur Þ Hraundal, 12.12.2019 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.