Réttlæti í eins flokks ríki, sannleikurinn í eins fjölmiðils ríki

Namibía er eins flokks ríki SWAPO-hreyfingarinnar sem vann landinu sjálfstæði fyrir 30 árum. Hvergi í veröldinni er meira efnahagslegt ójafnrétti, að Suður-Afríku undanskilinni, segir í viðtengdri frétt.

Það liggur í augum uppi að í eins flokks ríki með heimsmet í ójafnri skiptingu gæða er grasserandi spilling. Flokkurinn er ríkið og flokksfélagar sitja við kjötkatlana. Þar sem spilling er lenska verður réttlætið utangarðs.

Víkur nú sögunni að Íslandi, sem er eins fjölmiðils ríki í þeim skilningi að aðeins einn fjölmiðill hefur burði til að hrinda af stokkunum mótmælabylgju sem ógnar grunnstoðum samfélagsins, ríkisstjórn og embættiskerfi. RÚV felldi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og gerði áhlaup á hæstarétt.

Nýjasta tilraun RÚV í samfélagsverkfræði er að kenna Samherja um spillingu í Nambibíu. Í skjóli fáfræði almennings þykist RÚV hafa fundið óspilltan embættismann í Nambibíu, Paulus Noa, sem ítrekað er teflt fram í fréttum RÚV í málatilbúnaði gegn Samherja.

Noa er gimsteinn í namibíska spillingarsorpinu, eru skilaboð RÚV. Uppljóstrarinn, Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi verkefnisstjóri Samherja í Namibíu, er bandamaður Noa. Jóhannes hefur játað mútugreiðslur og nýtur friðhelgi Noa sem stýrir rannsókn á Samherjamálinu.

Jóhannes er smáfiskur en Samherji feitur göltur að flá. Deilur Samherja við namibíska viðskiptafélaga eru kunnar löngu áður en RÚV opinberaði sína þátttöku með Kveiks-þætti í byrjun nóvember. Þar eru verulegir hagsmunir í húfi. Kveiks-þátturinn gaf namibískum stjórnvöldum tilefni til að kyrrsetja skipið Heinaste sem barist var um í réttarkerfinu nokkrum mánuðum áður.

Umgengni RÚV við sannleikann gefur ekki tilefni til að ætla að kurlin í Samherja-Namibíumálinu séu öll komin til grafar. 

Í samráði við starfsmenn Seðlabanka Íslands tók RÚV þátt í atlögu að Samherja vegna rannsóknar á gjaldeyrisviðskiptum. Myndavélar RÚV voru mættar þegar húsleit fór fram hjá Samherja og fréttir samdar er sakfelldu útgerðina fyrirfram. Samherji aftur vann dómsmálið í kjölfarið. Sneypuför Seðlabanka og RÚV var bæði álitshnekkir og skóp vandræði. Aðalsamstarfsmaður RÚV í bankanum stóð frammi fyrir afhjúpun.

RÚV er umhugað að verja sinn mann í Seðlabankanum. Í viðtali við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra strax eftir Kveiks-þáttinn var beinlínis farið fram á það að Katrín hlutaðist til um að samsæri Seðlabanka og RÚV yrði ekki rannsakað.

RÚV tapaði Seðlabanka-Samherjamálinu en hyggst bæta um betur og jafna sakirnar í Samherja-Namibíumálinu. RÚV líkist að því leyti SWAPO í Namibíu að báðar valdastofnanirnar hugsa um það eitt að verja stöðu sína. Réttlæti og sannindi eru fullkomin aukaatriði.

 


mbl.is Kvarta undan kosningasvindli í Namibíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Einmitt

Benedikt Halldórsson, 1.12.2019 kl. 10:31

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

RÚV stendur alltaf með "kerfisfræðingum" sem klóra hvor öðrum, klappa hvor öðrum og láta sem æskusósíalisminn, róttæknin og gömlu draumarnir séu eitthvað annað en martröð og mannvonska. Fólkið sem hangir saman í fantasíunni er vandræðalega fyrirsjáanlegt og meðvirkt. Það verður samdauna og sér ekki út fyrir. 

Benedikt Halldórsson, 1.12.2019 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband