Réttlćti í eins flokks ríki, sannleikurinn í eins fjölmiđils ríki

Namibía er eins flokks ríki SWAPO-hreyfingarinnar sem vann landinu sjálfstćđi fyrir 30 árum. Hvergi í veröldinni er meira efnahagslegt ójafnrétti, ađ Suđur-Afríku undanskilinni, segir í viđtengdri frétt.

Ţađ liggur í augum uppi ađ í eins flokks ríki međ heimsmet í ójafnri skiptingu gćđa er grasserandi spilling. Flokkurinn er ríkiđ og flokksfélagar sitja viđ kjötkatlana. Ţar sem spilling er lenska verđur réttlćtiđ utangarđs.

Víkur nú sögunni ađ Íslandi, sem er eins fjölmiđils ríki í ţeim skilningi ađ ađeins einn fjölmiđill hefur burđi til ađ hrinda af stokkunum mótmćlabylgju sem ógnar grunnstođum samfélagsins, ríkisstjórn og embćttiskerfi. RÚV felldi ríkisstjórn Sigmundar Davíđs og gerđi áhlaup á hćstarétt.

Nýjasta tilraun RÚV í samfélagsverkfrćđi er ađ kenna Samherja um spillingu í Nambibíu. Í skjóli fáfrćđi almennings ţykist RÚV hafa fundiđ óspilltan embćttismann í Nambibíu, Paulus Noa, sem ítrekađ er teflt fram í fréttum RÚV í málatilbúnađi gegn Samherja.

Noa er gimsteinn í namibíska spillingarsorpinu, eru skilabođ RÚV. Uppljóstrarinn, Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi verkefnisstjóri Samherja í Namibíu, er bandamađur Noa. Jóhannes hefur játađ mútugreiđslur og nýtur friđhelgi Noa sem stýrir rannsókn á Samherjamálinu.

Jóhannes er smáfiskur en Samherji feitur göltur ađ flá. Deilur Samherja viđ namibíska viđskiptafélaga eru kunnar löngu áđur en RÚV opinberađi sína ţátttöku međ Kveiks-ţćtti í byrjun nóvember. Ţar eru verulegir hagsmunir í húfi. Kveiks-ţátturinn gaf namibískum stjórnvöldum tilefni til ađ kyrrsetja skipiđ Heinaste sem barist var um í réttarkerfinu nokkrum mánuđum áđur.

Umgengni RÚV viđ sannleikann gefur ekki tilefni til ađ ćtla ađ kurlin í Samherja-Namibíumálinu séu öll komin til grafar. 

Í samráđi viđ starfsmenn Seđlabanka Íslands tók RÚV ţátt í atlögu ađ Samherja vegna rannsóknar á gjaldeyrisviđskiptum. Myndavélar RÚV voru mćttar ţegar húsleit fór fram hjá Samherja og fréttir samdar er sakfelldu útgerđina fyrirfram. Samherji aftur vann dómsmáliđ í kjölfariđ. Sneypuför Seđlabanka og RÚV var bćđi álitshnekkir og skóp vandrćđi. Ađalsamstarfsmađur RÚV í bankanum stóđ frammi fyrir afhjúpun.

RÚV er umhugađ ađ verja sinn mann í Seđlabankanum. Í viđtali viđ Katrínu Jakobsdóttur forsćtisráđherra strax eftir Kveiks-ţáttinn var beinlínis fariđ fram á ţađ ađ Katrín hlutađist til um ađ samsćri Seđlabanka og RÚV yrđi ekki rannsakađ.

RÚV tapađi Seđlabanka-Samherjamálinu en hyggst bćta um betur og jafna sakirnar í Samherja-Namibíumálinu. RÚV líkist ađ ţví leyti SWAPO í Namibíu ađ báđar valdastofnanirnar hugsa um ţađ eitt ađ verja stöđu sína. Réttlćti og sannindi eru fullkomin aukaatriđi.

 


mbl.is Kvarta undan kosningasvindli í Namibíu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Einmitt

Benedikt Halldórsson, 1.12.2019 kl. 10:31

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

RÚV stendur alltaf međ "kerfisfrćđingum" sem klóra hvor öđrum, klappa hvor öđrum og láta sem ćskusósíalisminn, róttćknin og gömlu draumarnir séu eitthvađ annađ en martröđ og mannvonska. Fólkiđ sem hangir saman í fantasíunni er vandrćđalega fyrirsjáanlegt og međvirkt. Ţađ verđur samdauna og sér ekki út fyrir. 

Benedikt Halldórsson, 1.12.2019 kl. 10:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband