Áslaug fórnar íslenskunni fyrir alþjóðahyggju

Dómsmála-Áslaug ætlar að fórna íslenskri mannanafnahefð, sem er jafngömul byggð í landinu, í nafni frelsis.

Tveir litlir og léttvægir hópar munu njóta góðs af. Í fyrsta lagi dómgreindarlaust fólk sem velur skrípanöfn á ómálga börn s.s. Mikki Mús, Hrossabrestur, Samfólína og Vér Fáviti. Í öðru lagi þeir sem vilja taka upp erlendan sið og festa sér ættarnöfn.

Íhaldsflokkar um allan heim snúa baki við alþjóðahyggju og kjána-frjálslyndi. Sjálfstæðisflokkur arkar blindur á báðum út í fúafenið sem þjóðhyggjufólk hefur snúið baki við. Frelsið í fúafeninu er hvorki mannbætandi né eykur það tiltrú á flokki sem einu sinni var tákn sjálfstæðis.


mbl.is Engar „stórkostlegar breytingar í frjálsræðisátt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég tel að það sé þörf á einhverskonar aðhaldi í þessum málum.

Kannski að það mætti hafa hlutina þannig að ef að einhver prestur eða Þjóðskrá treystir sér ekki til að skíra barn einhverju furðunafni að þá ætti að vísa málinu til forseta Íslands og láta hann kveða upp Salomonsdóm

varðandi það hvað honum finns rétt þróun inn í framtíðina.

Jón Þórhallsson, 1.12.2019 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband