Laugardagur, 16. nóvember 2019
Efsta stig RÚV, frumstig veruleikans
RÚV ákærði og dæmdi Samherja í einum sjónvarpsþætti í nóvember 2019 fyrir að múta namibískum stjórnmálamönnum. Seðlabanki Íslands gerði húsleit hjá Samherja 2012, í samráði við RÚV, vegna gjaldeyrisviðskipta. Dómsmál sem leiddi af þeirri rannsókn sýknaði fyrirtækið fyrir rúmu ári.
Meintar mútur Samherja í Namibíuviðskiptum eru til rannsóknar þarlendra yfirvalda frá 2014, samkvæmt frétt á RÚV.
Myndin sem blasir við er þessi: RÚV ætlar sér að knésetja Samherja, fyrst með ásökunum um brot á gjaldeyrisviðskiptum á Íslandi og síðar með ásökunum um mútugreiðslur í Namibíu.
Í báðum tilvikum ákærir RÚV og dæmir. Ríkisfjölmiðillinn er með á sínum snærum stjórnmálamenn, þingmenn Samfylkingar og Pírata, sem endurtaka ásakanir RÚV á alþingi og í almennri pólitískri umræðu.
Efsta stig RÚV-réttlætis er múgæsingin sem á að fullkomna verkið. Sighvatur Björgvinsson fyrrum formaður Alþýðuflokksins segir að ,,viðbrögð stjórnmálamanna fari oft eftir viðbrögðum þjóðarinnar."
Sem sagt: RÚV sannfærir þjóðina um sekt Samherja og stjórnmálamenn framfylgja RÚV-réttlætinu.
Samherjamálið er á frumstigi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef Norska peningaþvottavélin hefði ekki bilað þá hefði þetta sloppið til. Annars er þetta bara smotterí miðað við Danske bank..
Guðmundur Böðvarsson, 16.11.2019 kl. 11:37
Á hvaða vegum er RÚV, Stundin, Samfylking og Píratar?
Vínlykt af manni í nóvember árið 2019 segir ekkert, en ef hann hefur angað á hverjum degi í mörg ár er margt sem bendir til að hann sé fyllibytta.
RÚV fetar vilja heimselítunnar í einu og öllu. Er það tilviljun að svo að segja öll heimspressan og núorðið flestir stjórnmálamenn hafi samstilltar skoðanir, sínkaða blindu og sýni samskonar viðbrögð í málum sem þeim er sigað á?
Undir kraumar svo marxísk hystería sem rústar mannorði þeirra sem ganga gegn ofstækinu.
Elíta heimsins er hafinn yfir réttarkerfi almennings og þarf ekkert á þjóðríkjum og lýðræði að halda sem dregur aðeins úr völdum hennar ef eitthvað er.
Elítan er hafinn yfir þann ofureinfalda boðskap Martin Luther King um að dæma ekki eftir litarhafti, heldur karakter.
Hjá Google er hugsjón jafnaðar og bræðralags ríkjandi. Google jafnar um hvíta karla. Slíkar handstýringar hafa alltaf endað með ofsóknum og drápum.
White man - eru allir sýndir sem glæpamenn.
Asian man - asískir menn
Black man - svartir menn
White trash - úrhrök
Black trash - svartir ruslapokar
Asian trash - hálfgerð úrhrök
Undir kraumar semsagt marxismi. Samherji er kapítalískt fyrirtæki í Afríku. Forstjórinn er hvítur maður sem þarf að sanna sakleysi sitt.
Tinni rannsóknarblaðamaður fer til Namibíu.
Benedikt Halldórsson, 16.11.2019 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.