Byltingarmaðurinn og Viðreisn

Formaður VR reyndi fyrir ári innflutning á mótmælum gulvestunga í Frakklandi.

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, hvet­ur fólk til að mót­mæla stjórn­mála­ástand­inu á Íslandi. Ragn­ar birti mynd á Face­book í dag af gulu vesti með áletr­un­um og spyr hvort hann eigi að panta fleiri, segir í ársgamalli frétt mbl.is

Engin eftirspurn var eftir gulvestungamótmælum Ragnars Þórs fyrir ári. En byltingarmaðurinn er ekki af baki dottinn. Nú skal mótmæla ,,afrekum Samherja á erlendri grundu."

Gaurar eins og Ragnar Þór eru alltaf til í byltingu að tveim skilyrðum uppfylltum. Í fyrsta lagi að samfélagsvöld séu boði. Í öðru lagi að byltingarmennirnir fái hlutverk á stóra sviðinu, komist í valdastöðu. Hugmyndafræðin er aukaatriði, völdin aðalatriði.

Nýrra ber við að stjórnmálaflokkurinn Viðreisn, almennt kallaður saga-class útgáfa Sjálfstæðisflokksins, bjóði upp á byltingu. En Viðreisn getur ekki á sér setið, enda langsoltin í völd, og stekkur á Sammherjavagn Ragnars Þórs.

Viðreisn boðar til fundar til að fordæma ,,meinta hægrimenn" í Sjálfstæðisflokknum. Við erum sannir hægrimenn, segir Viðreisnarfólk, og boðar markaðsvæðingu samfélagsins.

Ragnar Þór og Viðreisn hljóta að sameina kraftana og markaðsvæða allt sem hægt er að kaupa og selja og láta Evrópusambandið um afganginn. Þannig verður samfélagið óspillt. Og völdin komast í ,,réttar" hendur.

Fyrirsjáanlegt er kosningabandalag Ragnars Þórs og Viðreisnar. Jafnvel að Sósíalistaflokkur Gunnars Smára sláist í för. RÚV yrði málgagnið.


mbl.is „Samfélagslegum gildum okkar er ógnað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband