Föstudagur, 15. nóvember 2019
Trúum á guð, vísindin segja það
Einn þekktasti trúleysingi Bretlands, ef ekki vesturlanda, Richard Dawkins, færir þau vísindalegu rök fyrir réttmæti guðstrúar að rannsóknir sýni að samfélag sé starfhæfara með trú en án hennar.
Við brjótum siðalögmál síður. að ekki sé talað um veraldleg lög og rétt, ef við trúum að alsjáandi augu guðs fylgist með okkur.
Af er sem áður var að rök vísindanna stóðu gegn guði.
Dawkins varar við því að trúarbrögð verði afnumin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sú spurning mætti vera oftar á lofti í samfélagsmiðlum;
hvar heimareitur "HVÍTA KÓNGSINS" eigi að vera á skákborði reunveruleikans?
Hver stendur næst "GUÐI" í dag?
Jón Þórhallsson, 15.11.2019 kl. 09:04
Fyrstu trúleysingjarnir höfðu allir lesið Biblíuna. Það voru góðir tímar.
Frelsaður kunningi minn sagði mér frá skemmtilegum "illdeilum" við Jón Baldvin Hannibalsson sem hann bar mikla virðingu fyrir. Sko, Jón hafði ekki bara lesið Biblíuna, heldur gat hann vitnað i hana eins og starfandi þjóðkirkjuprestur þótt trúlaus væri (fyrir um 40 árum).
Allir þekktu boðskap kirkjunnar/Biblíunnar hvort sem þeir voru trúaðir eða ekki. Íslensk þjóðmenning var partur af "trúnni" ef svo má segja. Ömmur okkar töluðu um Jesú og Víkinga eins og þeir væri fóstbræður. Þegar Amma krafðist þess að ég færi til rakarans "en amma Víkingarnir voru síðhærðir" og "Jesú var líka síðhærður" sagði ég til að verja hár mitt.
Með góðum undantekningum hefur þriðja kynslóð trúleysingja ekkert "viðmið" til að trúa ekki á. Um hvað geta þeir sameinast? Fólk er í lausu lofti en vill kjölfestu og viðmið til að berjast fyrir eða gegn. Fólk er leitandi og auðtrúa. Það trúir á heimsendi og ímyndar sér að öll trúarbrögð séu eins.
Það hafnar ekki bara "trúnni", margir trúa þeim svívirðilega áróðri að íslensk þjóðmenning sé nasismi.
Benedikt Halldórsson, 15.11.2019 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.