Sunnudagur, 10. nóvember 2019
Trú, falsfréttir og hverful sannindi
Öll heimsins trúarbrögð eru falsfrétt í þeim skilningi að aldrei hefur verið sýnt fram á yfirnáttúrulegt fyrirbæri sem mætti kalla guð í eintölu eða fleirtölu. En trú er sönn í öðrum skilningi, t.d. sem hreyfiafl í sögunni, hún viðheldur samheldni, veitir líkn og er lifandi í meðvitund trúaðra.
Falsfréttir í fjölmiðlum eru af tvennum toga. Í fyrsta lagi uppspuni frá rótum - Elvis lifir. Í öðru lagi eitthvað sem flugufótur er fyrir en ýkt og stækkað meira en rannsóknir, rök og heimildir leyfa s.s. fréttir af manngerðu veðurfari.
Þriðji flokkur falsfrétta, líklega sá stærsti, er í raun ekki falsfréttir heldur sjónarhorn. Trump er besti/versti forseti Bandaríkjanna, ESB er söguleg nauðsyn, evran er hagfelldur gjaldmiðill fyrir Ísland, lýðræðið er á undanhaldi og ótal fleiri álitamál sem í eðli sínu eru hvorki sönn né ósönn heldur spurning um sjónarhorn.
Á hverjum tíma er samkomulag um viðtekin sannindi. Venjur og siðir helga sannindin, sem þó eru að stærstum hluta mannasetningar en ekki náttúrulögmál. Sannindin eru búin til úr orðum, yfirlýsingum sem samkomulag er um, eins og heimspekingurinn John Searle gerir manna gleggst grein fyrir.
Á umbrotatímum eru viðtekin sannindi dregin í efa og mörgum hafnað. Í frönsku byltingunni var guðlegu einveldi hafnað og samfélag lögstétta afnumið. Í leiðinni var reynt að búa til ný heiti mánaða og sjö daga vikum breytt í tíu daga, jafn kyndugt og það hljómar.
Við lifum á umbrotatímum, þó ekki, a.m.k. enn sem komið er, jafn róttækum og í frönsku byltingunni við lok 18. aldar. En rétt eins og í frönsku byltingunni, sem var viðskilnaður við menningarlegt og siðferðilegt góss miðalda, liggur viðskilnaður í loftinu. Við þær aðstæður eiga viðtekin sannindi undir högg að sækja.
Varðveislumenn veraldar sem var kalla það falsfréttir þegar efast er um viðtekin sannindi. En það sem kann að sýnast á yfirborðinu falsfrétt gæti verið til marks um gagnrýni á úrelt gildi
Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lítur þú svo á að KRISTUR hafi aldrei gert þau kraftaverk
sem að getið er um í NÝJA-TESTAMENTINU?
---------------------------------------------------------------------
Væri heimurinn ekki betri og hugsanlega væri paradís hér á jörðu
ef að allir jarðarbúarnir færu alltaf eftir BOÐORÐUNUM 10
sem að eru í BIBLÍUNNI sem að er inni í öllum kristnum kirkjum?
Jón Þórhallsson, 10.11.2019 kl. 12:23
Ætlar Kolbeinn nú að fara að leggja okkur hina einu sönnu línu (Pravda)? Það var t.d.reynt þegar ráðgjafi Trump, Kellyanne Conway talaði um #Alternative truth# pressan hló, en hún var þá bara að tala um sjónarhorn. Það er hættulegt, má jafnvel flokka undir skoðanakúgun að tala um einn sannleika, því við komum hvert um sig með mismunandi lífsreynslu að baki og skiljum þ.a.l. á mismunandi vegu. Staðreyndir eru svo annað mál, hve mikið er tínt til og hvernig unnið er með þær. Hálfur sannleikur (staðreynd) getur valdið meira tjóni en hrein og klár lýgi.
Kolbeinn gæti svo reynt að koma því svo fyrir að RÚV (nú á áhrifasvæði hans) léti af skapandi fréttaflutningi. Þar á bæ gætu menn þá kannski farið að flytja okkur fréttir í stað pólitísks áróðurs.
Ragnhildur Kolka, 10.11.2019 kl. 13:32
Fyrr frýs í helvíti en að ruv fari að segja fréttir - hvað þá sannar. En það má svo sem vera með einhverja bjartsýni, Ragnhildur.
Gunnar Heiðarsson, 10.11.2019 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.