Laugardagur, 2. nóvember 2019
Samfylking elur á öfund
Frjálst framtak og einkaeign felur í sér að sumir efnast, einhverjir eru meðalefnum búnir og aðrir efnalitlir.
Samfylkingin fékk tækifæri, í Jóhönnustjórninni 2009-2013, að stokka upp efnahagskerfið og breyta því í átt að sósíalisma. En Samfylkingin gerði ekkert í þá áttina. Nema við köllum það sósíalisma að gefa útlendingum bankana og framselja fullveldið til Brussel.
Pólitík Samfylkingar er öfund - og aðgerðarleysi þegar á hólminn er komið.
0,1% áttu 5,7% eigin fjár landsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Logi á þingi
Herra forseti. Við hæstv. forsætisráðherra deilum áhyggjum af auknum eignaójöfnuði, hann er þjóðhagslega óhagkvæmur og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika. Ríkasta 1% landsmanna á nú þegar fimmtung af hreinni eign þjóðarinnar.
Í frétt Mbl. 2.11.2019
Eigið fé þess 1% framteljenda sem mestar eignir áttu við lok árs 2018 var 802,1 milljarður kr. og hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra framteljenda var 17,6%.
Logi er að fiska í gruggugu vatni vegna þess að ástandið er að skána ef eitthvað er.
Fréttablaðið 2015
Í svari fjármálaráðherra við fyrir spurn Árna Páls Árnasonar um eignir og eigið fé ríkustu Íslendinganna kemur í ljós að árið 2013 átti ríkasta eitt prósent landsmanna 21,9 prósent alls eigin fjár í landinu.
Benedikt Halldórsson, 2.11.2019 kl. 18:44
Heildareignir lífeyrissjóðakerfisins aukast með hverju árinu án þess að Logi verði var við það.
Benedikt Halldórsson, 2.11.2019 kl. 19:16
Af hverju eru ekki svona menn á þingi?
Benedikt Halldórsson, 2.11.2019 kl. 19:33
Aldrei skilið þessa öfund, ég er einmitt mjög ánægður með að það sé enþá ríkt fólk á þessu landi, það eyðir peningnunum sínum vonandi hér og borgar vonandi skatta líka og þá erum við bara ansi góð.
og nei, ég er langt frá þessu 1% ég er ekki efnaður maður.
Emil Þór Emilsson, 2.11.2019 kl. 20:22
Þetta 1% eru 3200 manns sem standa undir sterkustu fyrirtækjum landsins. Þetta er gömul hundablístrutaktík vinstrimanna til að sannfæra próletaríið um að það hafi það skítt af því að aðrir hafi það betra.
Það er of seint að hugsa sig um ef þeir setja þenna burðarás efnahagslífsins í þrot með skattlagningu og eingarupptöku eða hrekja úr landi. Þá verða líklega allir jafnir af eymd og fátækt. Alræði öreiganna gerir jú kröfu til þess að allir séu öreigar.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2019 kl. 23:50
Nú hefur reiknnimeistarinn breytt þessum fasteignum, fyrirtækjum og verðbrefum í tímalaun til að gera einhverskonar samanburð.
Honum bregst ekki hagfræðisnilldin. Hann setti sig harður gegn skattalækkunum vegna þess að þeir sem hefðu hærri tekjur myndu fá fleiri krónur til baka en þeir sem hefðu minni tekjur. Hann mætti í sjónvarp á aðventu og skírði þessa snilldaaruppgötvun með hangikjöti og jólaöli. Þetta hlýtur að enda með Nobel.
Ég vona svo sannarlega að hann sé með bókara til að sjá um hans eigin fjármál.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2019 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.