Samfélagsmiðlar, sjálfsímynd og heimsendir

Maðurinn þekkir sjálfan sig í gegnum aðra. Án mannlegra samskipta er maðurinn ókunnugur sjálfum sér. Að svo miklu leyti sem maðurinn getur ekki skilið sjálfan sig í samfélagi við aðra af sinni tegund grípur hann til trúar á yfirskilvitleg öfl.

Sjálfsþekking verður fyrst og fremst til í nærumhverfi, hjá fjölskyldu, nágrönnum, vinum og félögum í leik og starfi. Þekkingin verður til í tíma, maður kynnist fyrst þeim sem standa manni næst. Aldur og reynslu þarf til sjálfsþekkingar.

Samfélagsmiðlar brengla sjálfþekkingarferli mannsins. Brenglunin hittir þá verst fyrir sem eru yngstir og næmastir á umhverfi sitt. Veröldin verður ókunnugleg í yfirþyrmandi áreiti allan sólarhringinn. Tími vinnst ekki til að vega og meta sífelldan straum skilaboða og staðfæra þau í tilveru sjálfsins.

Brenglunin veldur óvissu og ótta. Leit að hálmstrái að halda sér í verður örvæntingarfull eftir því sem þau slitna eitt af öðru.

Örvæntingin magnar þörfina fyrir fullvissu.

Trú á heimsendi er ein tegund fullvissu. 

 


mbl.is Sífelldur samanburður eykur vanlíðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband