Chile: Allende, Pinochet, loftslagsskattar og mótmæli trúðanna

Stjórnvöld í Chile hækkuðu fargjald í almenningssamgöngum um 4 íslenskar krónur, já fjórar, og uppreisn brýst út. Hækkun var réttlætt með orkuskiptum í þágu loftslags. Forseti Chile er komin í sömu stöðu og Macron starfsbróðir hans í Frakkland með gulvestunga.

Bandarískur höfundur ættaður frá Chile kafar dýpra í orsakir uppreisnarinnar. Pólitík í landinu hverfist um tvær andstæður. Í fyrsta lagi marxistann Allenda sem hlaut kjör til að bæta hag alþýðu og í öðru lagi hershöfingjannn Pinochet sem með stuðningi Bandaríkjanna rændi völdum 1973. Allende var drepinn og stuðningsmenn ofsóttir og drepnir.

Núna er það hvorki marxismi né herinn sem eru í aðalhlutverki. Tákn uppreisnarinnar er trúðurinn í kvikmyndinni Joker.

Stjórnmál verða æ alþjóðvæddari. Loftslagsskattur hleypir öllu í bál og brand og táknið er söguhetjan í svartri komedíu.

Fargjöldin voru lækkuð en uppreisnin heldur áfram. 


mbl.is Piñera biður ráðherra sína um að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband