RÚV er misbeiting fjölmiðlavalds - 2 tillögur

RÚV er ríkisfyrirtæki á sviði fjölmiðlunar. RÚV misbeitir reglulega opinberu valdi, bæði með samráði við aðrar ríkisstofnanir, samanber Samherjamálið, og með hönnun frétta til að ná fram pólitískri niðurstöðu.

Menntamálaráðherrar er með á sínu borði tillögur til að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Á meðan RÚV er í óbreyttri stöðu, sogar til sín auglýsingafé í einn stað og í annan stað misbeitir dagskrárvaldi sínu, er tómt mál að tala um betri starfsskilyrði frjálsra fjölmiðla.

Tvær tillögur, önnur róttæk en hin hófsöm, gætu bætt úr. Róttæka tillagan er að leggja RÚV niður. Þar með skapast svigrúm fyrir einkarekna fjölmiðla. Hófsama tillagan er að RÚV fari af auglýsingamarkaði. Meira yrði til skiptanna fyrir aðra fjölmiðla.

Hugmyndir um að fjármagna einkarekna fjölmiðla með ríkisfé gengur gegn heilbrigðri skynsemi. Ríkið á ekki að stýra frjálsri umræðu. Íslansbankafíaskóið, viðskiptabann á karllæga fjölmiðla, ætti að vera lexía um fáránleika afskipta ríkisfyrirtækja af opinberri umræðu.

Meðal annarra orða. Á ekki að heita svo að stærsti flokkurinn í ríkisstjórninni sé andvígur hömlulausum ríkisafskiptum af lífi og starfi borgaranna?


mbl.is Framkvæmdastjóri var í samskiptum við RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hárrétt hjá þér kæri Páll, ríkisfé á vitaskuld ekki að nýta til að ausa í fjölmiðla. Slíkt endar einungis illa, mun leiða til einhvers konar þvingana og ritstjórn möppudýra og eða stjórnmálamanna.

Ég held að þetta fyrirkomulag forréttinda RUV muni aldrei lagast með einhverjum þvingunum á einn eða annan fjölmiðil umfram hinn. Ég tel að ójöfnuð þennan verði að jafna með því að afnema skylduáskrift skattborgaranna að RÚV og banna þar að auki að það fái að krefja ríkissjóð um að lagfæra yfirdrátt sinn hjá lánastofnunum til viðbótar skylduáskriftinni sinni af skattfé eins og það hefur að jafnaði fengið um það bil árlega um áratuga skeið.

 

Eftir að skylduáskriftin yrði afnumin þá yrði RÚV að standa sig á markaði á sömu forsendum og aðrir fjölmiðlar og afla sér tekna á sömu forsendum og aðrir, í sveita síns andlits. Þeir sem lengst vilja ganga í jöfnuði telja sömuleiðis að verðmæti RÚV yrði metið, það er að allar eigur RÚV efnislegar sem óefnislegar, yrðu metnar af óháðum matsmönnum og í framhaldi þess yrði RÚV ohf. að undirrita skuldabréf til einhverra ára eða áratuga sem eðlilegt mætti telja á markaði og með markaðsvöxtum og þannig greiddi RÚV ohf. fyrir eigurnar sem það hefur í fórum sínum til skattgreiðenda þau verðmæti sem það hefur í forskot umfram aðra fjölmiðla. En skattgreiðendur hafa frá stofnun RUV lagt stofnuninni til allar eigur þess og stærstan hluta rekstrarkostnaðar þess um alla tíð. Því er eðlilegt að RUV ohf. greiði skattgreiðendum að lágmarki raunvirði stofnunarinnar þessa dagana með hurðum og gluggum og við afskrifum um leið þann gífurlega kostnað sem við fáum aldrei endurgreiddan eftir áratugsa bruðlið umfram núvirðið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.10.2019 kl. 09:37

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Báknið burt!

Júlíus Valsson, 28.10.2019 kl. 13:15

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, báknið burt.  Við erum að kikna undir því.

Kolbrún Hilmars, 28.10.2019 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband