ESB, leiktjöld og dramadrottningar

Þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit fyrir þrem árum afhjúpaði blekkinguna um sameinaða Evrópu og gerði ESB að meginlandsfélagsskap á forræði Frakka og Þjóðverja. 

Bretar voru alltaf í aukahlutverki, komu seint inn í félagsskapinn og leið aldrei vel að þiggja lög og reglur frá Brussel um vinnutíma, réttindi fanga og útlit banana.

Leiksýningin um útgöngu Breta er rúmlega þriggja ára og gengur út á að ekki sé hægt að ganga úr Evrópusambandinu án þess að svo sé látið líta út að himinn og jörð séu að farast.

Einföld og skýr útganga Breta, að hætti fullorðinna, mátti ekki verða þar sem önnur þjóðríki í ESB gætu fengið grillur um að úrsögn úr ESB væri af hinu góða.

Sviðsetningin á útgöngunni er unnin í samvinnu Brussel og ESB-sinna í Bretlandi með tilheyrandi gráti og gnístran tanna.

Óvíst er hvenær leiksýningunni lýkur. Marglofaður lokadagur er 31. október en nýtt móðursýkiskast einhverrar dramadrottningar í London eð Brussel gæti enn frestað dagskrárlokum. 

 


mbl.is Dregur samninginn frekar til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Alveg rétt. Við komumst einu sinni inn í ESB en aldrei út.

Þessu má líkja við fótboltaleik. Staðan er 10-0 fyrir þeim sem vilja ekki ganga í ESB. Leikurinn er aldrei flautaður af og beðið eftir því að sjálfsstæðisfólk (ekki xD) geri mistök. Engin mistök eru gerð. Þá er brugðið á það ráð að "leiðrétta" stöðuna í jafntefli og fjarlægja mark ESB sinna. Svo er spilað og spilað út það óendanlega, þar til ESB sinnar skora eitt mark. Þá líkur leiknum og ekki verða spilaður fleiri leikir í þúsund ár.

Nema auðvitað að leikurinn verði flautaður af eins og vera ber. 

Benedikt Halldórsson, 22.10.2019 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband