80% ofbeldi á alþingi

Í Fréttablaðinu segir ,,80 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi".

Sálfræðilegt ofbeldi er samkvæmt skilgreiningu kynlaust. Sálin, ef hún er til, er ekki líkamleg.

Líklega þarf félagsvísindamann til að trúa því að konur standi höllum fæti gagnvart karlmönnum í ,,sálfræðilegu ofbeldi".


mbl.is 80% þingkvenna verða fyrir ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fylgja einhverjar dæmisögur um hvað einkennir þessi mörgu blæbrigði af ofbeldi? Skilgreining t.d. á því hversu langt þarf að gamga til að eitthvað af þessu flokkist sem ofbeldi? Er lélegri skrifborðsstóll en þess í næsta bás flokkað sem fjárhagslegt ofbeldi?

Er þetta byggt á persónulegri upplifun og fullyrðingum "fórnarlambsins" eða samkvæmt einhverjum viðurkenndum staðli?

Og svo er spurningin hvort karlmenn á þingi skynji samskonar ofbeldi með sömu viðmiðum? "Sálfræðilegt" ofbeldi t.d.?

Ofbeldi er væntanlega lögbrot samkvæmt öllum normum og því væri það nærtækast  að kæra slík brot og byggja niðurstöðurnar á því. Annars er varla hægt að líta á þetta sem annað en ómarktækan spuna með pólitiskum undirtón en ekki vísindalegum.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2019 kl. 10:45

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég skil ekki heldur.

Er verið að sanna að konur séu veikara kynið? Eða, á Alþingi að vera verndaður vinnustaður fyrir konur sem engin má "skamma" ef þær vilja t.d. leggja niður landamæri Íslands eins og svo margir vilja? Eða, ganga í ESB? Og væri þá ekki þjóðráð á láta viðkvæmar konur á þingi leggja fram öll frumvörp sem rynnu öll í gegn vegna þess að engin vill vera ásakaður um að vera ofbeldismaður. Og til að tryggja stöðu viðkvæmra kvenna á þingi mætti koma á almennri ritskoðun svo að bloggarar og allskonar óþjóðalýður á netinu fari nú ekki að "ofsækja" konur á þingi? 

Benedikt Halldórsson, 18.10.2019 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband