Miðvikudagur, 9. október 2019
Umhverfisstofnun: loftslag, alnæmi og erfðasyndin
Umhverfisstofnun birti yfirlýsingu til stuðnings þeirri pólitísku afstöðu að manngert veðurfar geri jörðina óbyggilega, ef ekki verður brugðist við.
Netmiðillinn Viljinn spyr Umhverfisstofnun nánar út í yfirlýsinguna og fær þetta svar:
Ég vitna bara í Andra Snæ [Magnason, rithöfund], og segi ef vísindasamfélagið hefði ekki ekki sameinast um að finna lyf við alnæmi, að þá hefði það ekki tekist.
Nýstárleg nálgun, óneitanlega. Alnæmi er sannanlega manngerður sjúkdómur með því að menn komust í snertingu við veika simpansa og apaveiran stökkbreyttist í aids, alnæmi.
Maðurinn ber aftur ekki ábyrgð á koltvísýringi í andrúmsloftinu nema að örlitlum hluta. Umhverfisstofnun er komin inn á svið trúarbragða þegar stofnunin kennir manninum um koltvísýring í andrúmslofti.
Næst þegar eldgos verður á Íslandi mun Umhverfisstofnun væntanlega feta slóð Jóns eldklerks sem í upphafi móðuharðindanna kenndi syndugu líferni mannanna um reiði guðs.
Athugasemdir
Andri Snær telur það glæp gegn mannkyninu að hlýða ekki mönnum sem spá alltaf vitlaust um komandi veðurhörmungar en þeir hafa verið staðnir að allskonar fölsunum, lygum og óheiðarleika. Andri Snær veit ekkert um það. Allt sem hann segir byggir á vísindum þar sem efi ekki bara glæpur gegn mannkyni, heldur stríðsglæpur líka.
Loftlagslygavefurinn er um það bil að rakna og þá er tekið til varna með hræðsluáróðri. Afneitun á lygavefinn er líkt við afneitun á Helför gyðinga. Ef sponsorar og aðrir sem halda lygavefnum gangandi þrýsta á trúgjarna pólitíkusa að sækja menn til saka sem trúa ekki. Spnsorar hafa eflt æskulýðsstarf um komandi heimsendi. Andri Snær sagði m.a. í Fréttablaðinu.
Mannkynið skilur sögur. Þess vegna er Greta Thunberg svo mikilvæg núna „Allt sem ég segi byggi ég síðan á vísindum..."
En ég vil leyfa mér að trúa því að þegar heil kynslóð ungmenna er komin með hugsjón og sér að hlutir verða að breytast og er komin með fyrirmyndir um það hvernig á að breyta því, þá muni hlutir breytast mjög hratt. En við sjáum vissulega tregðu sem er orðin glæpsamleg, eins og þann áróður sem hefur verið kostaður af hagsmunaaðilum. Hann er orðinn eins konar stríðsglæpur. Glæpur gegn mannkyninu og jörðinni í heild sinni.
Benedikt Halldórsson, 10.10.2019 kl. 03:48
Skoski lífræðingurinn Alexander Flemming fann upp sýklalyfið penisilin, einn og óstuddur.
Helga Kristjánsdóttir, 10.10.2019 kl. 04:15
Opinber stofnun á ekkert með að gefa svona yfirlýsingar.
Mér finnst það alltaf lýsa þessum móðursýkislega átrúnaði best að helstu rökin eru að 97% "vísindamanna" TRÚI að loftlagsváin sé raunveruleg.
Burt séð frá þessari áratugagömlu og marghröktu prósentutölu og því að "Vísindamaður" er ansi breitt hugtak og ómöguleiki að allir í öllum greinum hafi sérfræði til að meta þetta, þá er það augljóst af yfirlýsingunni að þetta er trúaratriði og Loftlagsbreytingakirkjan trúarbrögð.
Einig gaman að benda á að fullyrðinguna um að "vísindin" í þessu séu frágengin og óumræðanleg gengur gegn grundvelli vísindanna.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.10.2019 kl. 05:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.